Mainoo opinn fyrir Napoli - Tekur Gerrard við Boro? - Forest vill 120 milljónir punda - Kröfur Vinicius gætu ýtt honum í burtu
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verður auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
   þri 11. nóvember 2025 20:11
Snæbjört Pálsdóttir
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Kvenaboltinn
Agla María Albertsdóttir fyrirliði Breiðabliks
Agla María Albertsdóttir fyrirliði Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Mjög spenntar, það er orðinn svolítill tími síðan við spiluðum síðasta leik þannig að það er bara frábært að spila á móti þeim. Alltaf gaman að spila á móti nýjum andstæðingum. Ég er líka bara spennt að sjá hvernig þær eru, því maður áttar sig ekki alveg hversu sterk danska deildin er, þannig að já mjög spennt." Sagði Agla María Albertsdóttir, fyrirliði Breiðabliks, við Fótbolta.net í aðdraganda einvígisins gegn danska liðinu Fortuna Hjørring í Evrópubikarnum.

Fyrri leikurinn fer fram á Kópavogsvelli annað kvöld kl. 18:00 og seinni leikurinn verður svo spilaður í Danmörku viku seinna.


Besta deildin kláraðist fyrir tæpum mánuði hvernig hefur verið að halda fókus?

„Við fengum svona aðeins tíma eftir. Ég fór út í landsliðsverkefni og stelpurnar fengu einhvern smá tíma svona aðeins eftir tímabil til að slaka á og hlaða batteríin en svo er þetta bara fljótt að líða og stutt í næsta leik þannig. Við vitum líka að það bíður okkur gott jólafrí eftir þetta."

„Það voru leikir á móti strákunum, eitthvað svoleiðis en það er bara fínt, það er alveg nóg."

„Þær halda mikið í boltann eru góðar í skyndisóknum þannig við erum ekki mikið að fara bregða útaf okkar hefðbundna leik. Bara halda vel í boltann og náttúrlega spilum þetta tígulkerfi, miklar opnanir upp í svæðin á köntunum, þannig við erum alveg með nokkrar leiðir sem við getum farið á móti þeim."

„Ég held að það sé bara svipað og á móti, nú man ég ekki einu sinni hvað það heitir, síðasta liðið sem við spiluðum á móti, hérna frá Serbíu., en að byrja þetta mjög vel, helst að ná inn marki snemma. Það sýnir sig bara að það skiptir máli að ná í góð úrslit á heimavelli eins og við gerðum seinast. Þannig já við byrjum þetta bara af krafti, pressa þær vel og vonast til þess að komast yfir snemma. 

„Klárlega stemning, við erum náttúrulega að spila þennan leik, fyrst íslenskra liða í þessari nýju keppni. Klárlega við höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki og koma okkur áfram."


Athugasemdir
banner