„Mér líst mjög vel á leikinn. Þetta verður allt annað en fyrri leikurinn, við erum komnir á þeirra heimasvæði og þeir eru komnir með nýjan þjálfara," segir Guðlaugur Victor Pálsson, varnarmaður íslenska landsliðsins.
Ísland mætir Aserbaísjan á fimmtudaginn og þarf sigur til að tryggja sér úrslitaleik gegn Úkraínu í lokaumferðinni um sæti í umspili um sæti á HM.
Ísland mætir Aserbaísjan á fimmtudaginn og þarf sigur til að tryggja sér úrslitaleik gegn Úkraínu í lokaumferðinni um sæti í umspili um sæti á HM.
„Án þess að vera hrokafullir og horfa of mikið í fyrri úrslitin ætlum við að vinna þennan leik. Við erum ekkert feimnir við að tala um það. Við megum alls ekki halda að við komum hingað og þetta verður auðvelt."
Gulli er mjög ánægður með stígandan í liðinu undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar.
„Mér finnst þetta vera á góðri leið. Auðvitað koma smá hikst hér og þar en heilt yfir lítur þetta vel út og við erum á góðri vegferð. Smáatriðin eru mikil hjá Arnari, við fílum þetta. Það er gaman að sjá fjöllbreytileikann," sagði Gulli.
„Það er ennþá skemmtilegra fyrir hann og okkur að við náum að gera það sem hann vill að við gerum. Við erum alltaf að læra og hann líka. Ég myndi segja að vegferðin sé mjög jákvæð."
Landslið karla - HM 2026
| Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 1. Frakkland | 4 | 3 | 1 | 0 | 9 - 3 | +6 | 10 |
| 2. Úkraína | 4 | 2 | 1 | 1 | 8 - 7 | +1 | 7 |
| 3. Ísland | 4 | 1 | 1 | 2 | 11 - 9 | +2 | 4 |
| 4. Aserbaísjan | 4 | 0 | 1 | 3 | 2 - 11 | -9 | 1 |
Athugasemdir























