Chelsea er með sjö stig eftir þrjár umferðir í deildarkeppni Meistaradeildar kvenna eftir stórsigur gegn austurríska liðinu St. Polten. Austurríska liðið er án stiga.
Sam Kerr átti frábæran dag en hún skoraði tvennu í sínum fyrsta byrjunarliðsleik í tæp tvö ár. Hún sleit krossband í janúar í fyrra og var síðast í byrjunarliðinu í desember 2023. Hún byrjaði að spila aftur um miðjan september og var í fyrsta sinn í byrjunarliðinu í kvöld.
Sam Kerr átti frábæran dag en hún skoraði tvennu í sínum fyrsta byrjunarliðsleik í tæp tvö ár. Hún sleit krossband í janúar í fyrra og var síðast í byrjunarliðinu í desember 2023. Hún byrjaði að spila aftur um miðjan september og var í fyrsta sinn í byrjunarliðinu í kvöld.
Lyon er á toppnum með níu stig eftiir sigur gegn Wolfsburg. Wolfsburg er með sex stig.
Real Madrid gerði jafntefli gegn Paris FC en Real jafnaði metin í blálokin. Real er með sjö stig en Paris með tvö.
Lyon W 3 - 1 Wolfsburg W
1-0 Ada Hegerberg ('25 )
2-0 Ada Hegerberg ('30 )
3-0 Wendie Renard ('73 , víti)
3-1 Lineth Beerensteyn ('80 )
Real Madrid W 1 - 1 Paris W
0-1 Lorena Azzaro ('41 , víti)
St. Polten W 0 - 6 Chelsea W
0-1 Wieke Kaptein ('13 )
0-2 Catarina Macario ('44 )
0-3 Catarina Macario ('53 , víti)
0-4 Sam Kerr ('75 )
0-5 Lisa Ebert ('86 , sjálfsmark)
0-6 Sam Kerr ('90 )
Athugasemdir




