Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   mið 11. desember 2019 15:00
Magnús Már Einarsson
Solskjær: Við erum á réttri leið
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, hefur hrósað leikmönnum sínum fyrir frammistöðuna að undanförnu en hann segir allt á réttri leið hjá liðinu.

Gengi Manchester United hefur verið misjafnt á tímabilinu en liðið hefur unnið síðustu tvo leiki gegn Tottenham og Manchester City.

„Stöðugleiki er mikilvægur í fótbolta ef þú ætlar að vinna titla og þetta unga lið þarf að læra að skila góðum frammistöðum þegar þeim líður ekki vel," sagði Solskjær.

„Þér líður ekki vel í hvert einasta skipti sem þú labbar inn á fótboltavöll og við höfum lent í leikjum á þessu ári þar sem við höfum ekki staðið okkur eins vel og við vildum."

„Það er lærdómsferli og ég er viss um að þessir ungu strákar muni bæta sig á næstu árum og vonandi það sem eftir lifir tímabils. Við höfum komist í gegnm erfiðan kafla þar sem við lentum í slæmum meiðslum og slæmum úrslitum og við lítum betur út núna."

„Úrslitin eru það sem skiptir máli í lokin en við höfum alltaf haft trú á því sem við erum að gera. Það verða upp og niður kaflar á tímabilinu en við erum á réttri leið."

„Ég sé strákana á æfingu á hverjum degi og hugarfarið hjá þeim og hæfileikarnir eru miklir svo ég hef ekki haft það miklar áhyggjur."

Athugasemdir
banner