Chelsea gæti gert tilboð í Garnacho - Man City vill Cambiaso - Dortmund dregur sig úr baráttunni um Rashford
   mið 11. desember 2024 13:30
Elvar Geir Magnússon
Hansen-Aaröen lánaður til Álaborgar (Staðfest)
Mynd: Getty Images
AaB í Álaborg tilkynnti í morgun að félagið hefði fengið norska miðjumanninn Isak Hansen-Aaröen lánaðan út tímabilið.

Hansen-Aaröen kemur frá Werder Bremen en hann var hjá Manchester United í þrjú og hálft ár, án þess að spila fyrir aðallið félagsins.

Hann hefur spilað þrjá leiki fyrir Werder Bremen og er lýst sem sóknarhuguðum miðjumanni með sköpunarmátt.

Íslenski varnarmaðurinn ungi Nóel Atli Arnórsson spilar fyrir
AaB en liðið er í níunda sæti dönsku úrvalsdeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner