Man Utd tilbúið að hlusta á tilboð í Rashford og Martínez - Arteta vill Vlahovic - Ashworth gæti tekið til starfa hjá Arsenal
   mið 11. desember 2024 16:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jörgen: Eitthvað sem býðst bara einu sinni á ævinni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Venni og aðstoðarmaður hans, Hansi, eru að byggja upp eitthvað sérstakt þar og klefinn var frábær, alltaf mjög góð stemning'
'Venni og aðstoðarmaður hans, Hansi, eru að byggja upp eitthvað sérstakt þar og klefinn var frábær, alltaf mjög góð stemning'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Ég lærði fljótt af því að tala við hann að hann veit mikið um mig sem leikmann og að hann metur leikstíl minn. Það er mikilvægt fyrir mig'
'Ég lærði fljótt af því að tala við hann að hann veit mikið um mig sem leikmann og að hann metur leikstíl minn. Það er mikilvægt fyrir mig'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Félagið sá mjög vel um mig í þessi tvö ár'
'Félagið sá mjög vel um mig í þessi tvö ár'
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Ég er mjög spenntur að spila með ÍBV. Félagið sýndi mér mikinn áhuga og ég átti nokkur spjöll með Láka yfir síðasta mánuðinn. Að flytja til Vestmannaeyja verður ævintýri. Ég var spenntur fyrir tækifærinu á að spila þar og eftir að hafa spjallað við Láka þá var það sem ég vildi. Það eru margir mjög góðir leikmenn hjá ÍBV sem ég er spenntur að spila með," segir Jörgen Pettersen sem kynntur var sem nýr leikmaður ÍBV í síðustu viku.

Jörgen er Norðmaður sem spilaði með ÍR tímabilin 2021-22 og lék svo með Þrótti tímabilin 2022-23. Hann er 27 ára miðjumaður sem hefur skorað 26 mörk í 114 KSÍ leikjum.

„Það var mjög erfitt að yfirgefa Þrótt. Venni og aðstoðarmaður hans, Hansi, eru að byggja upp eitthvað sérstakt þar og klefinn var frábær, alltaf mjög góð stemning. Félagið sá mjög vel um mig í þessi tvö ár. En þegar tækifærið á að spila með ÍBV gafst þá vildi ég grípa það."

Tók skref fram á við á síðasta tímabili
Þróttur endaði í 7. sæti eftir nokkuð kaflaskipt tímabil. Jörgen skoraði þrjú mörk í 17 leikjum í sumar en hann missti úr nokkra leiki eftir að hafa orðið fyrir höfuðmeiðslum.

„Tímabilið 2024 var upp og niður. Það voru margar breytingar hjá félaginu milli ára og það tók okkur smá tíma að komast í gang. Við náðum að finna taktinn og Þróttur verður enn betra 2025."

„Persónulega spilaði ég betur en tímabilið á undan, fannst ég taka stór skref fram á við hvað varðar ákvarðanatöku og í því að búa til færi. Ég var óheppinn að missa af 5-6 leikjum vegna höfuðmeiðsla um miðbik móts en það er hluti af leiknum."


Verður betri með því að spila með og gegn betri leikmönnum
Til þessa hefur Jörgen spilað í 2. deild og Lengjudeildinni á Íslandi. Hvernig verður að fara upp í Bestu?

„Að spila í Bestu verður áskorun og ég spenntur fyrir tækifærinu á að verða betri leikmaður. Að spila með og á móti betri leikmönnum mun hjálpa mér að taka frekari skref sem fótboltamaður."

Hvað viltu afreka hjá ÍBV?

„ÍBV er félag sem á að vera í efstu deild og vil sýna að ég sé leikmaður sem á einnig heima á því getustigi. Mikilvægast hjá mér er að hjálpa liðinu að ná árangri og vinna leiki, það mun hjálpa mér að taka frekari skref sem fótboltamaður á sama tíma."

Jörgen segir að önnur félög hafi sýnt áhuga en þegar ÍBV kom upp hafi það verið það sem hann vildi gera. „Ég er mjög ánægður að þetta gekk upp."

Einstakur staður
Þurftir þú að hugsa þig um áður en þú ákvaðst að flytja til Vestmannaeyja?

„Planið er að flytja þangað í janúar. Ég hef heimsótt og spilað í Vestmannaeyjum nokkrum sinnum og þetta er sannarlega einstakur staður. Fyrir mig sem útlending er tækifærið á að búa á slíkum stað eitthvað sem býðst bara einu sinni á ævinni. Það verður ævintýri að búa þarna og ég er spenntur að spila fyrir félagið og bæinn. Ég verð að læra hvernig ég á að forðast það að verða sjóveikur í ferjunni," segir Jörgen.

Ljúft að heyra
Láki sagði í samtali við Fótbolta.net að Jörgen hefði verið fyrsti leikmaðurinn sem hann ræddi við eftir að hann tók við sem þjálfari ÍBV í lok október. Hvernig er að heyra það?

„Það er auðvitað ljúft að heyra. Ég lærði fljótt af því að tala við hann að hann veit mikið um mig sem leikmann og að hann metur leikstíl minn. Það er mikilvægt fyrir mig," segir Jörgen.
Athugasemdir
banner