Jörgen Pettersen er að genginn í raðir ÍBV en hann kemur á frjálsri sölu þar sem samningur hand við Þrótt Reykjavík var runninn út. Hann skrifar undir eins árs samning í Vestmannaeyjum.
Þorlákur Árnason, þjálfari ÍBV, ræddi við Fótbolta.net um Jörgen.
Þorlákur Árnason, þjálfari ÍBV, ræddi við Fótbolta.net um Jörgen.
„Hann var fyrsti leikmaðurinn sem ég heyrði í þegar ég tók við ÍBV. Mér finnst hann hafa öll þau karaktarseinkenni sem einkenna Vestmannaeyinga."
„Ef hann væri fæddur og uppalinn á Íslandi og ég yrði að staðsetja hann, þá myndi ég segja að hann væri fæddur í Vestmannaeyjum," segir Láki á léttu nótunum.
Jörgen er 27 ára Norðmaður sem kom til Íslands fyrir tímabilið 2021 og lék fyrstu tvö tímabilin með ÍR í 2. deild áður en skipti yfir í Þrótt og lék vel með liðinu í Lengjudeildinni. Miðjumaðurinn hefur skorað 17 mörk í 81 deildarleik frá komu sinni til Íslands og sjö mörk í 15 deildarleikjum. Hann er fimmti leikmaðurinn sem ÍBV fær í sínar raðir í vetur.
Láki var einnig spurður út í Vuk Oskar Dimitrijevic, en Fótbolti.net fjallaði um áhuga Eyjajmanna á Vuk í síðasta mánuði. Láki segist ekki hafa rætt við hann.
Athugasemdir