Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 12. janúar 2020 17:51
Brynjar Ingi Erluson
Kjarnafæðismótið: Jakob Snær skoraði fjögur í stórsigri
Jakob Snær Árnason var essinu sínu í dag
Jakob Snær Árnason var essinu sínu í dag
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Þór 8 - 1 Völsungur
1-0 Sölvi Sverrisson ('19 )
2-0 Jakob Snær Árnason ('36 )
3-0 Fannar Daði Malmquist Gíslason ('50 )
4-0 Jakob Snær Árnason ('53 )
5-0 Guðni Sigþórsson ('56 )
6-0 Elvar Baldvinsson ('61 )
7-0 Jakob Snær Árnason ('71 )
7-1 Freyþór Hrafn Harðarson ('83 )
8-1 Jakob Snær Árnason ('89 )

Þór afgreiddi Völsung nokkuð örugglega, 8-1, í A-deild Kjarnafæðismótsins í Boganum í dag en Jakob Snær Árnason gerði fjögur mörk gegn Húsvíkingum.

Sölvi Sverrisson kom Þórsurum yfir á 19. mínútu áður en Jakob Snær bætti við öðru á 36. mínútu. Fannar Daði Malmquist Gíslason skoraði þriðja markið þegar fimm mínútur voru búnar af síðari hálfleik áður en Jakob gerði fjórða markið þremur mínútum síðar.

Guðni Sigþórsson og Elvar Baldvinsson voru næstir á blað áður en Jakob fullkomnaði þrennu sína á 71. mínútu. Freyþór Hrafn Harðarson minnkaði muninn fyrir Völsung.

Jakob skoraði svo fjórða markið undir lok leiksins og 8-1 sigur staðreynd. Frábær leikur hjá Siglfirðingnum en Þórsarar eru með 7 stig í 3. sæti eftir þrjá leiki. Völsungur er án stiga.

Þá gerðu Dalvík/Reynir og Leiknir F. 1-1 jafntefli. Mykolas Kravsnovskis kom Leiknismönnum yfir á 32. mínútu áður en Gunnlaugur Bjarnar Baldursson jafnaði metin undir lok fyrri hálfleiks. Dalvík/Reynir er í 2. sæti með 8 stig en Leiknir í 5. sæti með 1 stig.
Athugasemdir
banner
banner