Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   sun 12. janúar 2020 19:48
Brynjar Ingi Erluson
Sigur hjá Sverri - Haldið hreinu í átta af tólf leikjum
Sverrir Ingi Ingason
Sverrir Ingi Ingason
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenski landsliðsmaðurinn Sverrir Ingi Ingason er heldur betur búinn að stimpla sig inn í byrjunarlið PAOK í grísku úrvalsdeildinni en liðið vann 1-0 sigur á AEK.

Vierinha skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu en tveir leikmenn AEK fengu að fjúka útaf undir lok leiksins. Niklas Hult og Marko Livaja voru reknir af velli í uppbótartíma og 1-0 sigur PAOK staðreynd.

Sverrir Ingi spilaði allan leikinn fyrir PAOK í hjarta varnarinnar en gengi liðsins hefur verið frábær frá því hann kom inn í liðið.

Liðið hefur haldið hreinu í átta í þeim tólf leikjum sem Sverrir hefur byrjað.

PAOK er í 2. sæti deildarinnar með 43 stig, aðeins stigi á eftir Olympiakos.


Athugasemdir