banner
   þri 12. janúar 2021 15:30
Elvar Geir Magnússon
Spáir því að Milner muni spila fram á fimmtugsaldur
Micah Richards hrósar Milner í hástert.
Micah Richards hrósar Milner í hástert.
Mynd: Getty Images
James Milner, leikmaður Liverpool, á nóg eftir en fyrrum liðsfélagi hans í enska landsliðinu, Micah Richards, spáir því að Milner muni spila fram á fimmtugsaldurinn.

„Alltaf þegar ég er spurður út í fagmennsku og hugarfar sem eigi að vera fordæmi fyrir aðra leikmenn þá nota ég hann sem dæmi. Hann drekkur ekki áfengi og er líklega í betra standi núna en ég þegar ég var upp á mitt besta," segir Richards.

„Það eru heldur engin merki þess að hann sé að hætta. Hann fór frá City til Liverpool 2015 til að fá meiri spiltíma. Hann er hungraður."

„Eins og Zlatan Ibrahimovic þá er Milner einn af þeim leikmönnum sem getur vel aldið áfram. Ég tel að Milner geti enn verið að spila í ensku úrvalsdeildinni þegar hann verður 40 ára."

Milner hjálpaði Liverpool að vinna Meistaradeildina 2019 og ensku úrvalsdeildina síðasta tímabil. Hann er sjaldan á meiðslalistanum.

„Hugarfar hans er stórkostleg, hans karakter og reynsla gerir gæfumuninn fyrir Liverpool. Við unnum ensku úrvalsdeildina saman hjá Manchester City 2012 en þegar hlutirnir voru ekki að virka þá var hann einn af þeim sem hélt þessu gangandi. Hann sá til þess að menn fóru ekki fram úr sér þegar við vorum á sigurbraut en lét okkur heldur ekki leggjast lágt þegar við vorum að tapa leikjum," segir Richards.

„Hann kemur skilaboðunum fram með yfirvegun en ekki með öskrum og látum. Hann var til fyrurmyndar að öllu leyti. Hans ferill síðan hann spilaði sinn fyrsta leik fyrir Leeds sextán ára gamall 2002 er ekki byggður á tilviljunum."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner