Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 12. janúar 2022 05:55
Elvar Geir Magnússon
Landsleikur í dag - Ísland gegn Úganda í Tyrklandi
Flautað til leiks klukkan 14 að íslenskum tíma
Icelandair
Mynd: KSÍ
Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari.
Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska landsliðið er við æfingar í Belek í Tyrklandi um þessar mundir og leikur þar tvo vináttuleiki í vikunni. Fyrst mætir liðið Úganda í dag kl. 14:00 að íslenskum tíma og síðan Suður-Kóreu á laugardag.

Ísland hefur aldrei áður mætt þessum þjóðum í A-landsliði karla. Báðir leikirnir verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Leikur Íslands og Úganda verður í beinni textalýsingu hér

Ekki er um alþjóðlega leikdaga að ræða og margir af okkar bestu leikmönnum voru því ekki fáanlegir í þetta verkefni. Í hópnum eru átta leikmenn úr íslensku deildinni, fjórir leikmenn Breiðabliks og fjórir leikmenn Víkings. Tíu í hópnum hafa ekki spilað A-landsleik; Jökull, Hákon Rafn, Finnur Tómas, Damir, Atli Barkar, Viktor Karl, Valdimar Þór, Kristall Máni, Viktor Örlygur og Brynjólfur Willumsson.

Leikmannahópurinn:
Ingvar Jónsson - Víkingur R. - 8 leikir
Hákon Rafn Valdimarsson - IF Elfsborg
Jökull Andrésson - Morecambe

Finnur Tómas Pálmason - IFK Norrköping
Ísak Óli Ólafsson - Esbjerg fB - 1 leikur
Damir Muminovic - Breiðablik
Ari Leifsson - Stromsgodset IF - 1 leikur
Atli Barkarson - Víkingur R.
Davíð Kristján Ólafsson - 2 leikir
Valgeir Lunddal Friðriksson - Häcken - 1 leikur
Alfons Sampsted - Bodo/Glimt - 7 leikir
Viktor Karl Einarsson - Breiðablik
Valdimar Þór Ingimundarson - Strömsgodset IF
Kristall Máni Ingason - Víkingur R.
Stefán Teitur Þórðarson - Silkeborg IF - 7 leikir, 1 mark
Viktor Örlygur Andrason - Víkingur R.
Alex Þór Hauksson - Östers IF - 3 leikir
Höskuldur Gunnlaugsson - Breiðablik - 1 leikur
Arnór Ingvi Traustason - New England Revolution - 41 leikur, 5 mörk
Gísli Eyjólfsson - Breiðablik - 2 leikir
Viðar Ari Jónsson - Sandefjord - 5 leikir
Jón Daði Böðvarsson - Millwall - 60 leikir, 3 mörk
Sveinn Aron Guðjohnsen - IF Elfsborg - 8 leikir
Brynjólfur Willumsson - Kristiansund BK
Athugasemdir
banner
banner
banner