fim 12. janúar 2023 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Fulham lánar Knockaert í þriðja sinn (Staðfest)
Anthony Knockaert
Anthony Knockaert
Mynd: Getty Images
Franski framherjinn Anthony Knockaert mun spila með Huddersfield Town á láni frá Fulham út þessa leiktíð.

Knockaert er 31 árs gamall og hefur verið á mála hjá Fulham frá 2019.

Hann kom fyrst til félagsins á láni frá Brighton fyrir fjórum árum en skiptin voru gerð varanleg ári síðar.

Frakkinn hjálpaði þá Fulham að komast í ensku úrvalsdeildina en það var í þriðja sinn sem hann gerir það. Hann hafði áður farið með Brighton og Leicester upp um deild.

Knockaert var lánaður til Nottingham Forest í október 2020 og spilaði þar fram í janúar áður en hann snéri aftur til Fulham.

Á síðasta tímabili spilaði hann einungis fjóra leiki er Fulham komst aftur upp í úrvalsdeildina og var síðan lánaður til Volos í Grikklandi fyrir þetta tímabil.

Lándsvöl hans í Volos endaði um áramótin og hefur hann nú fundið sér nýtt félag en hann mun spila með Huddersfield út þetta tímabil.

Huddersfield er í næst neðsta sæti ensku B-deildarinnar með 25 stig.


Athugasemdir
banner
banner
banner