Síðari undanúrslitaleikur spænska ofurbikarsins er í kvöld en þá mætast bikarmeistarar Real Betis og Barcelona á King Fahd-leikvanginum í Riyadh í Sádi-Arabíu.
Sigurvegarinn úr þessari viðureign mun mæta Spánarmeisturum Real Madrid en sá leikur fer fram á sunnudag.
Real Madrid er ríkjandi meistari bikarsins eftir að hafa unnið Athletic Bilbao. 2-0, á síðasta ári.
Leikur dagsins:
19:00 Betis - Barcelona
Athugasemdir