Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 12. febrúar 2020 19:27
Aksentije Milisic
Frakkland: Rúnar Alex fékk á sig sex mörk gegn PSG
Mynd: Getty Images
Dijon 1-6 PSG
0-1 Wesley Lautoa (Sjálfsmark) ('1)
1-1 Mounir Chouiar ('13)
1-2 Kylian Mbappe ('44)
1-3 Thiago Silva ('50)
1-4 Pablo Sarabia ('56)
1-5 Senou Coulibaly (Sjálfsmark) ('86)
1-6 Pablo Sarabia ('90)

Dijon og PSG mættust í kvöld í 8 liða úrslitum franska bikarsins. Leikið var á heimavelli Dijon.

PSG stillti upp nokkuð sterku liði þrátt fyrir að einhverja lykilmenn vantaði eins og Neymar og Angel Di Maria. Rúnar Alex Rúnarsson var í byrjunarliði Dijon og lék hann allan leikinn.

PSG komst í forystu eftir aðeins 50 sekúndna leik. Wesley Lautoa skoraði þá skrautlegt sjálfsmark sem má sjá hérna. Óverjandi fyrir Rúnar í markinu.

Mounir Chouiar jafnaði metin fyrir heimamenn á 13. mínútu en franska undrabarnið Kylian Mbappe kom PSG aftur yfir rétt fyrir leikhlé. Í síðari hálfleik gengu leikmenn PSG á lagið. Thiago Silva og Pablo Sarabia skoruðu næstu tvö mörk áður en Senou Coulibaly skoraði sjálfsmark. Tvö sjálfsmörk hjá Dijon í þessum leik. Sarabia var svo aftur á ferðinni á lokamínútunni.

Eins og gefur til kynna var mikið að gera í markinu hjá Rúnari en PSG átti alls tólf skot á mark Dijon í kvöld. PSG er því komið áfram í bikarnum en Dijon hefur lokið keppni í ár.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner