Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   fös 12. febrúar 2021 19:25
Aksentije Milisic
Tottenham mætir Wolfsberg í Ungverjalandi
Tottenham mætir Wolfsberg í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar og nú er ljóst að fyrri leikur liðanna, sem er heimaleikur Wolfsberg, fer fram í Ungverjalandi.

Leikurinn fer fram næsta fimmtudag og verður á Puskas leikvangnum sem við Íslendingar könnumst vel við.

Leikurinn getur ekki farið fram í Austurríki eins og áætlað var, vegna Covid-19 faraldursins. Manchester City mun einnig spila á þessum velli en liðið mætir Mönchengladbach í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar þann 24. febrúar.

Liverpool spilar líka þarna en liðið mætir RB Leipzig. Því er ljóst að töluverðar tilfærslur eru á leikjum í Evrópukeppnum sem framundan eru.
Athugasemdir
banner