Arsenal orðað við fjóra sóknarmenn - Real Madrid að sækja bróður Mbappe líka - Zidane efstur á lista Ratcliffe - Barcelona á eftir De Gea
banner
   mán 12. febrúar 2024 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Arteta lét undan pressunni - „Settu Nwaneri inn á!“
Mynd: Getty Images
Ethan Nwaneri, 16 ára gamall leikmaður Arsenal, fékk annað tækifæri sitt á tímabilinu með aðalliðinu í gær er hann kom inn á í 6-0 stórsigri liðsins á West Ham.

Nwaneri er sá yngsti í sögunni til að spila leik í ensku úrvalsdeildinni, en hann bætti metið í september er hann kom inn fyrir Fabio Vieira í leik gegn Brentford.

Englendingurinn er einn mest spennandi leikmaður Bretlandseyja um þessar mundir og vilja liðsfélagar hans ólmir sjá meira af honum ef marka má það sem Mikel Arteta sagði eftir leikinn í gær.

Leikmenn á bekknum hvísluðu að Arteta að setja Nwaneri inn á þar sem Arsenal var með þægilega forystu og lét hann undan pressunni.

„Það er sumt sem leikmenn þurfa að vinna sér inn fyrir í liðinu og það er traust liðsfélaga þinna. Ég var með tvo hluti, annar þeirra var það að leikmennirnir á bekknum voru að hvísla að mér: „Settu Ethan inn á!“, sem er auðvitað frábært að heyra og svo er annar hluturinn er að liðsfélagarnir gefa þér alltaf boltann. Ef þeir gera það, þá er það því þeir treysta þér og þú sérð bara hvað hann var oft með í boltanum. Þetta er merki um eitthvað gott,“ sagði Arteta.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner