Kerfisbreyting hjá Man Utd? - Nunez var nálægt Sádi - Stórlið vilja Dean Huijsen - Ratcliffe að reka fleiri?
   mið 12. febrúar 2025 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ancelotti: Þessi dómari er einn sá besti í Evrópu
Mynd: EPA
Real Madrid er með yfirhöndina fyrir seinni leikinn gegn Man City á Bernabeu eftir ótrúlegan 3-2 sigur á Etihad í Meistaradeildinni í gær.

Það má ekki afskrifa Real Madrid í Meistaradeildinni en liðið var 2-1 undir eftir 86 mínútur. Brahim Diaz jafnaði metin áður en Jude Bellingham tryggði liðinu sigur í uppbótatíma.

„Við áttum ekki skilið að vera 2-1 undir. VIð vorum mjög hættulegir og vörðumst mjög vel. Við áttum sigurinn skilið að lokum. Við verðum að vera rólegur, það er bara hálfleikur. Það getur allt gerst á Bernabeu," sagði Carlo Ancelotti.

Það hefur verið mjög mikið ósætti innan herbúða Real Madrid með dómgæsluna í spænsku deildinni en Ancelotti hrósaði Clement Turpin, dómara leiksins, sem dæmdi vítaspyrnu þegar Dani Ceballos braut á Phil Foden á vítateigslínunni, Erling Haaland skoraði úr vítinu og kom liðinu í 2-1.

„Þeir eru með mjög gott lið og spiluðu vel að mínu mati. Þetta var víti, þessi dómari er einn sá besti í Evrópu," sagði Ancelotti.
Athugasemdir
banner
banner