Jamie Carragher, fótboltasérfræðingur, telur að Manchester City þurfi að versla sér inn nýjan markvörð.
Ederson hefur verið slappur á tímabilinu og Stefan Ortega ekki mikið skárri þegar hann hefur fengið tækifæri.
Ederson hefur verið slappur á tímabilinu og Stefan Ortega ekki mikið skárri þegar hann hefur fengið tækifæri.
„Við tölum alltaf um að Man City þurfi nýjan miðjumann út af meiðslum Rodri. En við erum líka komin á þann stað að þeir þurfa nýjan markvörð," sagði Carragher eftir að City tapaði gegn Real Madrid í gærkvöldi.
„Ederson hefur verið frábær fyrir Man City en hann kostaði þá í kvöld. Hann hefur unnið allt en þetta hefur verið í gangi alltof lengi. Hann kostaði liðið sitt leikinn."
Ederson var nálægt því að fara frá Man City síðasta sumar og kannski hefði það bara verið best fyrir liðið.
Athugasemdir