Liverpool er sagt hafa áhuga á Mohamed-Ali Cho sem var áður í akademíu Everton í fimm ár.
Cho er 21 árs gamall framherji sem hefur leikið með Nice í rúmt ár en hann gekk í raðir félagsins í janúar á síðasta ári.
Cho er 21 árs gamall framherji sem hefur leikið með Nice í rúmt ár en hann gekk í raðir félagsins í janúar á síðasta ári.
Hann var í akademíu Everton, nágranna Liverpool, frá 2015 til 2020 en spilaði aldrei með aðalliðinu. Hann fór þaðan til Angers í Frakklandi og svo til Real Sociedad á Spáni áður en fór til Nice.
Því hefur verið lýst sem miklum mistökum af hálfu Everton að missa Cho en hann er núna orðaður við Liverpool, topplið ensku úrvalsdeildarinnar.
Á yfirstandandi tímabili hefur Cho gert fimm mörk í 25 leikjum fyrir Nice.
Þess má geta að Liverpool og Everton mætast í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.
Athugasemdir