Það var nóg um að vera í kvennaboltanum í dag þar sem nokkrar íslenskar fótboltakonur komu við sögu.
Það fóru spennandi leikir fram í 8-liða úrslitum þýska bikarsins þar sem Sveindís Jane Jónsdóttir og stöllur í liði Wolfsburg voru slegnar óvænt úr leik á útivelli gegn Hoffenheim.
Sveindís var í byrjunarliði Wolfsburg og var skipt útaf á 66. mínútu í stöðunni 1-0 fyrir Hoffenheim, sem reyndust lokatölurnar.
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir kom þá inn af bekknum hjá Bayer Leverkusen sem tapaði einnig óvænt í bikarnum, á heimavelli gegn Werder Bremen. Þetta eru bæði afar óvænt úrslit í ljósi þess að Wolfsburg og Leverkusen eru tíu stigum fyrir ofan Hoffenheim og Werder Bremen í deildinni.
Glódís Perla Viggósdóttir var þá á sínum stað í byrjunarliði FC Bayern sem tók á móti Eintracht Frankfurt í stórleik dagsins. Þar hélst staðan markalaus þar til í seinni hálfleik þegar Frankfurt tók forystuna með sjálfsmarki.
Bayern sótti í sig veðrið á lokakaflanum og tókst Jovana Damnjanovic að jafna metin á 90. mínútu til að knýja framlengingu. Í framlengingunni var svo bara eitt lið á vellinum eftir að Glódís Perla tók forystuna með marki á 93. mínútu.
Momoko Tanikawa og Damnjanovic bættu við sitthvoru markinu í framlengingunni svo lokatölur urðu 4-1 fyrir Bayern.
Ásdís Karen Halldórsdóttir kom þá inn af bekknum er Madríd CFF tapaði gegn Barcelona í 8-liða úrslitum spænska Drottningarbikarsins.
Barcelona var talsvert sterkari aðilinn í leiknum og verðskuldaði sigurinn. Ásdís Karen kom inn á 68. mínútu þegar Madrid var tveimur mörkum undir.
Leverkusen 0 - 1 Werder Bremen
Hoffenheim 1 - 0 Wolfsburg
Bayern 4 - 1 Frankfurt
0-1 Carolin Simon ('79, sjálfsmark)
1-1 Jovana Damnjanovic ('90)
2-1 Glódís Perla Viggósdóttir ('93)
3-1 Momoko Tanikawa ('104)
4-1 Jovana Damnjanovic ('106)
Madrid 1 - 2 Barcelona
0-1 Ewa Pajor ('6)
0-2 Marta Torrejon ('41)
1-2 Aldana Cometti ('95)
Damaiense 1 - 2 Sporting
Den Haag 0 - 4 Twente
Athugasemdir