Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   mið 12. febrúar 2025 13:12
Elvar Geir Magnússon
Helsinki
„Innst inni held ég að allir hafi skilning fyrir þessu“
Daníel Hafsteinsson.
Daníel Hafsteinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Daníel Hafsteinsson gekk í raðir Víkings frá KA í vetur og hefur smellpassað í liðið og leikið vel á undirbúningstímabilinu. Spurning er hvort hann verði í byrjunarliðinu á morgun, þegar Víkingur mætir Panathinaikos í fyrri viðureign liðanna í umspili Sambandsdeildarinnar.

Daníel spjallaði við Fótbolta.net á hóteli Víkings í Helsinki í dag, áður en hann gerði sig kláran fyrir síðustu æfingu fyrir leikinn stóra.

„Ég er mjög spenntur. Þetta er fyrsti alvöru keppnisleikurinn hjá mér. Það er mjög skemmtilegt að takast á við svona stórt verkefni strax, þess vegna er maður í þessu. Ég held að það sé bullandi sjálfstraust í liðinu. Það er búið að gera frábæra hluti í Evrópu og ég held að það sé engin ástæða fyrir öðru en að fara fullgíraðir í þennan leik," segir Daníel.

Hvað veit hann um Panathinaikos liðið, mótherja morgundagsins?

„Þetta eru alvöru gæjar sem hafa spilað út um alla Evrópu og eru vanir töluvert hærra tempói en íslenska deildin. Þeir eru frábærir í fótbolta en við erum það líka og verðum bara að jafna þá út."

Sturlað að geta tekið þátt í svona ævintýri
Eins og áður segir hefur Daníel leikið vel með Víkingi í vetur en hann fékk hrós frá nýjum þjálfara liðsins, Sölva Geir Ottesen, á dögunum.

„Þetta hefur bara verið helvíti gott. Maður er búinn að koma sér aðeins í form og er kominn í fínasta form núna. Maður þarf að taka þessu alvarlega ef maður ætlar að fá að spila eitthvað og þetta hefur bara gengið fínt. Þetta er frábært lið og vel skipulagt og rútinerað. Þá er bara þokkalega fínt að komast inn í það."

Er ekki gaman að geta tekið þátt í svona ævintýri með íslensku félagsliði?

„Það er bara sturlað. Þetta er ógeðslega gaman. Maður er með smá reynslu af því að taka þátt í Evrópu með KA þó við höfum ekki náð að komast svona langt þar. Þetta er skemmtilegt."

Auðvitað eru tilfinningar í þessu
Daníel rifti samningi sínum við KA í vetur og samdi við Víking. Það var að sjálfsögðu mikið högg fyrir KA að missa einn sinn besta mann. Hvernig var aðdragandinn að þessum skiptum?

„Árið áður var ég búinn að pæla í því að breyta aðeins til. Ég hef búið á Akureyri lengi og þekki hvern krók og kima að þar. Það var búið að blunda í mér að breyta til. Svo segi ég upp samningnum þarna og ég held að allir hafi verið meðvitaðir um það að ég myndi vilja prófa eitthvað nýtt. Auðvitað eru tilfinningar í þessu en innst inni held ég að allir hafi skilning fyrir þessu," segir Daníel sem er mjög sáttur með sína ákvörðun.

„Þetta er frábær hópur og geggjað lið. Svo ég er bara sáttur."
Athugasemdir
banner
banner