Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 12. mars 2020 10:31
Magnús Már Einarsson
KSÍ með þrjár áætlanir fyrir landsleikinn
Icelandair
Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri KSÍ.
Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri KSÍ.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir að verið sé að skoða allar mögulegar sviðsmyndir fyrir leik Íslands og Rúmeníu í umspili um sæti á EM þann 26. mars næstkomandi.

„Við undirbúum það að við verðum með áhorfendur en við erum líka að skoða aðrar sviðsmyndir," sagði Klara við Fótbolta.net í dag.

Að sögn Klöru eru þrjár áætlanir í gangi hjá KSÍ í dag. Að leikurinn fari fram með áhorfendur, án áhorfenda og að ein leið sé milllivegur en það er leikur með færri áhorfendur. Til að mynda sé óljóst hvort rúmenskir stuðningsmenn komi til landsins.

Átta leikir eru á dagskrá í umspilinu þann 26. mars en Norðmenn og Slóvakar hafa ákveðið að spila fyrir luktum dyrum vegna kórónuveirunnar. Klara segist hins vegar ekki hafa heyrt neitt frá UEFA með mögulega frestun á umspilinu. KSÍ miði að því að leikurinn fari fram 26. mars.

„Við erum að skoða hvernig hægt er að bæta aðgengi að spritti og handþvotti. við erum að skoða snertilausar greiðslur og svo framvegis. Við tökum allt niður sem við mögulega getum."

„Við viljum vera tilbúin með allt. Það er ljóst að fjölmiðlar muni ekki fá sama aðgang og venjulega og við erum að reyna að fækka öllu sem við getum í kringum leikinn,"

Athugasemdir
banner
banner