Pochettino á radar Man Utd og Bayern - McKenna orðaður við Chelsea - Slot við Kökcu til Liverpool
banner
   fös 12. apríl 2024 21:20
Brynjar Ingi Erluson
Besta deildin: Sanngjarn sigur KR í Garðabæ
Axel Óskar skoraði annað mark KR
Axel Óskar skoraði annað mark KR
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Benoný Breki gulltryggði sigur KR-inga
Benoný Breki gulltryggði sigur KR-inga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan 1 - 3 KR
0-1 Ægir Jarl Jónasson ('28 )
1-1 Örvar Eggertsson ('44 )
1-2 Axel Óskar Andrésson ('81 )
1-3 Benoný Breki Andrésson ('94 )
Lestu um leikinn

KR vann annan leik sinn í Bestu deild karla er liðið heimsótti Stjörnuna í Garðabæ í kvöld en lokatölur urðu, 3-1, gestunum í vil.

Emil Atlason átti fyrsta færi leiksins er hann skallaði boltann yfir markið eftir fyrirgjöf Róberts Frosta Þorkelssonar en aðeins nokkrum mínútum síðar kom fyrsta markið.

Árni Snær Ólafsson, markvörður Stjörnunnar, gerði sig sekan um slæm mistök. Atli Sigurjónsson sendi boltann inn fyrir vörnina og mætti Árni út til að handsama boltann, en missti hann úr höndum sér og út á Ægi Jarl Jónasson sem átti í engum vandræðum með að skora.

Árni kallaði eftir broti í aðdragandanum en Ívar Orri Kristjánsson, dómari leiksins, sýndi því lítinn áhuga, og markið því gott og gilt.

Stjörnumenn náðu að svara áður en hálfleikurinn var úti. Þeir spiluðu sig upp völlinn og út á Róbert Frosta sem kom með góða fyrirgjöf meðfram grasinu og á Örvar Eggertsson sem kláraði í netið.

Í síðari hálfleiknum var KR með yfirhöndina en náði ekki alveg að gera sér mat úr því. Það kom þó að því að annað markið myndi líta dagsins ljós, en það var nýliðinn Axel Óskar Andrésson sem gerði það á 81. mínútu.

KR-ingar fengu hornspyrnu sem kom inn í teig og á Theodór Elmar BJarnason. Hann stangaði boltann fyrir á Axel Óskar sem náði að setja ennið í boltann og inn í netið.

Benoný Breki Andrésson gerði út um leikinn nokkrum mínútum síðar. Stjörnumenn töpuðu boltanum á eigin vallarhelmingi og refsuðu KR-ingar. Boltinn inn fyrir á Benoný sem lét vaða. Árni var í boltanum en ekki nóg til að halda honum úr netinu.

Tveir sigrar af tveimur mögulegum hjá KR á meðan Stjarnan hefur tapað báðum leikjum sínum þetta tímabilið. KR-ingar líta ágætlega vel út í byrjun leiktíðar
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 7 6 0 1 18 - 7 +11 18
2.    Breiðablik 7 5 0 2 17 - 10 +7 15
3.    Valur 7 4 2 1 11 - 6 +5 14
4.    Fram 7 3 3 1 8 - 5 +3 12
5.    FH 7 4 0 3 11 - 11 0 12
6.    ÍA 7 3 1 3 15 - 10 +5 10
7.    KR 7 3 1 3 13 - 12 +1 10
8.    Stjarnan 7 3 1 3 9 - 9 0 10
9.    HK 7 2 1 4 7 - 12 -5 7
10.    Vestri 7 2 0 5 5 - 16 -11 6
11.    KA 7 1 2 4 11 - 15 -4 5
12.    Fylkir 7 0 1 6 7 - 19 -12 1
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner