Mikið ber á milli Man Utd og Roma í viðræðum um Zirkzee - Chelsea hyggst styrkja miðsvæðið og er orðað við Mainoo og Wharton
   fim 18. desember 2025 09:10
Elvar Geir Magnússon
Inter að fara að berjast við Roma um Albert?
Albert í landsleik með Íslandi.
Albert í landsleik með Íslandi.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Albert Guðmundsson er mikið til umfjöllunar í ítölskum fjölmiðlum þessa dagana en líkur eru taldar á því að hann yfirgefi botnlið Fiorentina í næsta mánuði.

Mikið hefur verið fjallað um áhuga Roma en La Repubblica segir Inter líklegt til að blanda sér í slaginn um íslenska landsliðsmanninn.

Roma hefur sýnt Alberti áhuga í nokkurna tíma og er félagið sagt hrifið af þeirri fjölhæfni sem hann býr yfir í sóknarleiknum; hann geti spilað í ýmsum leikkerfum.

Inter er sagt hafa fylgst með Alberti á síðasta tímabili og sé líklegt til að endurvekja áhuga sinn. Christian Chivu, stjóri liðsins, vill fjölga kostum sínum sóknarlega.

Félagaskiptafréttamaðurinn frægi Fabrizio Romano segir að þreifingar séu í gangi og alvöru líkur á því að Albert færi sig um set. Hann bendir fólki á að fylgjast með gangi mála hjá íslenska landsliðsmanninum í janúarglugganum.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 15 11 0 4 34 14 +20 33
2 Milan 15 9 5 1 24 13 +11 32
3 Napoli 15 10 1 4 22 13 +9 31
4 Roma 15 10 0 5 16 8 +8 30
5 Juventus 15 7 5 3 19 14 +5 26
6 Bologna 15 7 4 4 23 13 +10 25
7 Como 15 6 6 3 19 12 +7 24
8 Lazio 15 6 4 5 17 11 +6 22
9 Sassuolo 15 6 3 6 21 19 +2 21
10 Udinese 15 6 3 6 16 22 -6 21
11 Cremonese 15 5 5 5 18 18 0 20
12 Atalanta 15 4 7 4 19 18 +1 19
13 Torino 15 4 5 6 15 26 -11 17
14 Lecce 15 4 4 7 11 19 -8 16
15 Cagliari 15 3 5 7 15 21 -6 14
16 Genoa 15 3 5 7 16 23 -7 14
17 Parma 15 3 5 7 10 18 -8 14
18 Verona 15 2 6 7 13 22 -9 12
19 Pisa 15 1 7 7 10 20 -10 10
20 Fiorentina 15 0 6 9 12 26 -14 6
Athugasemdir
banner