Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
   fös 12. apríl 2024 17:00
Elvar Geir Magnússon
Ten Hag: Maguire jafnvel enn mikilvægari núna
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Varnarmaðurinn Harry Maguire var nálægt því að yfirgefa Manchester United og hefur verið notaður sem varaskeifa stóran hluta tímabilsins.

Vegna meiðsla hefur hann þó spilað meira en búist var við, hann er kominn með nítján deildarleiki og alls 27 mótsleiki á tímabilinu.

„Það verður að horfa á þetta í samhengi. Við vorum alltaf ánægðir með Harry Maguire en hann vill spila. Hann er frábær leiðtogi, hann er mjög góður varnarmaður, líður vel með boltann," segir Maguire.

„Það eru vandamál með varnarlínuna og með þá hæfileika sem hann hefur þá er hann jafnvel enn mikilvægari fyrir okkur. Hann stýrir vörninni og lætur okkar spila frá öftustu línu. Við erum ánægðir með að hafa hann og þurfum á honum að halda til að ná markmiðunum."

Manchester United heimsækir Bournemouth á morgun en United situr í sjötta sæti deildarinnar.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 11 8 2 1 20 5 +15 26
2 Man City 11 7 1 3 23 8 +15 22
3 Chelsea 11 6 2 3 21 11 +10 20
4 Sunderland 11 5 4 2 14 10 +4 19
5 Tottenham 11 5 3 3 19 10 +9 18
6 Aston Villa 11 5 3 3 13 10 +3 18
7 Man Utd 11 5 3 3 19 18 +1 18
8 Liverpool 11 6 0 5 18 17 +1 18
9 Bournemouth 11 5 3 3 17 18 -1 18
10 Crystal Palace 11 4 5 2 14 9 +5 17
11 Brighton 11 4 4 3 17 15 +2 16
12 Brentford 11 5 1 5 17 17 0 16
13 Everton 11 4 3 4 12 13 -1 15
14 Newcastle 11 3 3 5 11 14 -3 12
15 Fulham 11 3 2 6 12 16 -4 11
16 Leeds 11 3 2 6 10 20 -10 11
17 Burnley 11 3 1 7 14 22 -8 10
18 West Ham 11 3 1 7 13 23 -10 10
19 Nott. Forest 11 2 3 6 10 20 -10 9
20 Wolves 11 0 2 9 7 25 -18 2
Athugasemdir
banner
banner