Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
   mið 12. maí 2021 20:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Addi Grétars: Bara staðreynd, aðstaðan er mjög slæm
Arnar Grétarsson, þjálfari KA.
Arnar Grétarsson, þjálfari KA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Maður er alltaf ánægður að vinna. Við vissum það fyrir að þetta yrði erfiður leikur," sagði Arnar Grétarsson, þjálfari KA, eftir 3-0 sigur gegn Leikni í Pepsi Max-deildinni í dag.

Lestu um leikinn: KA 3 -  0 Leiknir R.

„Við erum búnir að vera óheppnir með meiðsli þó það sé engin afsökun. Við erum með breiðan hóp. Ég er ánægður að halda hreinu og að skora þrjú mörk. Það er líka gott að fá Geira á blað."

„Það er frábært að skora þrjú mörk og við fengum færi til að skora fleiri, en heilt yfir á boltanum þá vorum við ekki góðir og eigum að geta gert miklu betur. Ég er ósáttur við það, það var ekki nægilega góður bragur á okkur á boltanum. Varnarlega séð vorum við sterkir og það er jákvætt að við vorum að skapa færi. Ég held að sigurinn hafi verið fyllilega sanngjarn."

Það voru nokkrir ungir strákar sem fengu tækifæri í dag en meira er hægt að lesa um það hérna.

„Það er bara geggjað. Þetta eru virkilega flottir strákar," sagði Arnar en hann vonast einnig til að fá að spila næsta heimaleik á Dalvík þar sem spilað var í dag.

„Þetta er bara staðreynd, aðstaðan er mjög slæm. Akureyri er höfuðstaður Norðurlands og KA er félag sem vill keppa. Það er ekki hægt að bera saman aðstöðu og KA og félaga fyrir sunnan. Það er bara staðreynd. Ég held að það sé alveg kominn tími að fá alvöru völl," sagði Arnar en hann segir að það sé gríðarlega erfitt að vera á grasi á Akureyri þar sem er snjóþungt.
Athugasemdir
banner