„Maður er alltaf ánægður að vinna. Við vissum það fyrir að þetta yrði erfiður leikur," sagði Arnar Grétarsson, þjálfari KA, eftir 3-0 sigur gegn Leikni í Pepsi Max-deildinni í dag.
Lestu um leikinn: KA 3 - 0 Leiknir R.
„Við erum búnir að vera óheppnir með meiðsli þó það sé engin afsökun. Við erum með breiðan hóp. Ég er ánægður að halda hreinu og að skora þrjú mörk. Það er líka gott að fá Geira á blað."
„Það er frábært að skora þrjú mörk og við fengum færi til að skora fleiri, en heilt yfir á boltanum þá vorum við ekki góðir og eigum að geta gert miklu betur. Ég er ósáttur við það, það var ekki nægilega góður bragur á okkur á boltanum. Varnarlega séð vorum við sterkir og það er jákvætt að við vorum að skapa færi. Ég held að sigurinn hafi verið fyllilega sanngjarn."
Það voru nokkrir ungir strákar sem fengu tækifæri í dag en meira er hægt að lesa um það hérna.
„Það er bara geggjað. Þetta eru virkilega flottir strákar," sagði Arnar en hann vonast einnig til að fá að spila næsta heimaleik á Dalvík þar sem spilað var í dag.
„Þetta er bara staðreynd, aðstaðan er mjög slæm. Akureyri er höfuðstaður Norðurlands og KA er félag sem vill keppa. Það er ekki hægt að bera saman aðstöðu og KA og félaga fyrir sunnan. Það er bara staðreynd. Ég held að það sé alveg kominn tími að fá alvöru völl," sagði Arnar en hann segir að það sé gríðarlega erfitt að vera á grasi á Akureyri þar sem er snjóþungt.
Athugasemdir