Gallagher á lán til Man Utd? - Villa hefur áhuga á Johnson - Tottenham hefur hætt við að reyna að fá Semenyo
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
   mið 12. maí 2021 20:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Addi Grétars: Bara staðreynd, aðstaðan er mjög slæm
Arnar Grétarsson, þjálfari KA.
Arnar Grétarsson, þjálfari KA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Maður er alltaf ánægður að vinna. Við vissum það fyrir að þetta yrði erfiður leikur," sagði Arnar Grétarsson, þjálfari KA, eftir 3-0 sigur gegn Leikni í Pepsi Max-deildinni í dag.

Lestu um leikinn: KA 3 -  0 Leiknir R.

„Við erum búnir að vera óheppnir með meiðsli þó það sé engin afsökun. Við erum með breiðan hóp. Ég er ánægður að halda hreinu og að skora þrjú mörk. Það er líka gott að fá Geira á blað."

„Það er frábært að skora þrjú mörk og við fengum færi til að skora fleiri, en heilt yfir á boltanum þá vorum við ekki góðir og eigum að geta gert miklu betur. Ég er ósáttur við það, það var ekki nægilega góður bragur á okkur á boltanum. Varnarlega séð vorum við sterkir og það er jákvætt að við vorum að skapa færi. Ég held að sigurinn hafi verið fyllilega sanngjarn."

Það voru nokkrir ungir strákar sem fengu tækifæri í dag en meira er hægt að lesa um það hérna.

„Það er bara geggjað. Þetta eru virkilega flottir strákar," sagði Arnar en hann vonast einnig til að fá að spila næsta heimaleik á Dalvík þar sem spilað var í dag.

„Þetta er bara staðreynd, aðstaðan er mjög slæm. Akureyri er höfuðstaður Norðurlands og KA er félag sem vill keppa. Það er ekki hægt að bera saman aðstöðu og KA og félaga fyrir sunnan. Það er bara staðreynd. Ég held að það sé alveg kominn tími að fá alvöru völl," sagði Arnar en hann segir að það sé gríðarlega erfitt að vera á grasi á Akureyri þar sem er snjóþungt.
Athugasemdir
banner
banner