Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
   mið 12. júní 2024 07:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Luis Guilherme búinn að skrifa undir hjá West Ham
Mynd: Getty Images

Luis Guilherme er búinn að skrifa undir samning við West Ham og því tímaspursmál hvenær félagaskiptin verða staðfest.


Guilherme er 18 ára gamall Brasilíumaður og kemur frá Palmeiras í heimalandinu. Hann skrifar undir fimm ára samning við Lundúnarfélagið.

West Ham borgar um 30 milljónir evra og Palmeiras mun fá 20 prósent af kaupverðinu ef West Ham selur hann í framtíðinni.

West Ham vann mikla baráttu um þennan spennandi leikmann en hann hefur spilað fyrir u17 og u20 ára landslið Brasilíu.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner