Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   mið 12. júní 2024 07:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Luis Guilherme búinn að skrifa undir hjá West Ham

Luis Guilherme er búinn að skrifa undir samning við West Ham og því tímaspursmál hvenær félagaskiptin verða staðfest.


Guilherme er 18 ára gamall Brasilíumaður og kemur frá Palmeiras í heimalandinu. Hann skrifar undir fimm ára samning við Lundúnarfélagið.

West Ham borgar um 30 milljónir evra og Palmeiras mun fá 20 prósent af kaupverðinu ef West Ham selur hann í framtíðinni.

West Ham vann mikla baráttu um þennan spennandi leikmann en hann hefur spilað fyrir u17 og u20 ára landslið Brasilíu.


Athugasemdir
banner
banner