Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
   mið 12. júní 2024 13:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tottenham og Ndombele semja um snemmbúin starfslok (Staðfest)
Tanguy Ndombele.
Tanguy Ndombele.
Mynd: Getty Images
Tottenham hefur komist að samkomulagi við Tanguy Ndombele um að rifta samningi hans um mánaðarmótin.

Samningur hans átti að renna út á næsta ári en samkomulag hefur náðst um snemmbúin starfslok.

Ndombele var keyptur frá Lyon fyrir um 60 milljónir punda og er hann enn dýrasti leikmaður í sögu Tottenham.

Það er óhætt að segja að hann hafi ekki staðið undir væntingum hjá Spurs en hann spilaði 91 leik fyrir félagið og skoraði í þeim tíu mörk.

Á meðan hann var samningsbundinn Tottenham þá lék hann á láni með Lyon, Napoli og Galatasaray.

„Við óskum Tanguy alls hins besta," segir í yfirlýsingunni en miðjumanninum er núna frjálst að finna sér nýtt félag.
Athugasemdir
banner
banner
banner