Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   mið 12. júní 2024 13:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tottenham og Ndombele semja um snemmbúin starfslok (Staðfest)
Tottenham hefur komist að samkomulagi við Tanguy Ndombele um að rifta samningi hans um mánaðarmótin.

Samningur hans átti að renna út á næsta ári en samkomulag hefur náðst um snemmbúin starfslok.

Ndombele var keyptur frá Lyon fyrir um 60 milljónir punda og er hann enn dýrasti leikmaður í sögu Tottenham.

Það er óhætt að segja að hann hafi ekki staðið undir væntingum hjá Spurs en hann spilaði 91 leik fyrir félagið og skoraði í þeim tíu mörk.

Á meðan hann var samningsbundinn Tottenham þá lék hann á láni með Lyon, Napoli og Galatasaray.

„Við óskum Tanguy alls hins besta," segir í yfirlýsingunni en miðjumanninum er núna frjálst að finna sér nýtt félag.
Athugasemdir
banner