Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 12. júlí 2020 16:46
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Elmar byrjaði í sigri - Böddi á bekknum
Elmar byrjaði í sigurleik.
Elmar byrjaði í sigurleik.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Tyrkland - B-deild
Boluspor 0 - 1 Akhisarspor

Theódór Elmar Bjarnason var í byrjunarliði Akisharspor sem sigraði Boluspor í tyrknesku B-deildinni í dag. Elmar lék fyrri hálfleikinn og fékk að líta gula spjaldið á 45. mínútu.

Akhisarspor er í 4. sæti deildarinnar þegar ein umferð er eftir og mætir liðinu í 8. sætinu í lokaumferðinni. Liðið þarf að sigra þann leik og treysta á liðið í 3. sæti tapi stigum og liðið í 2. sæti tapi sínum leik. Annars fer liðið í umspil um laust sæti í efstu deild. Lokaumferðin fer fram eftir viku.

Pólland - Ekstraklasa
Piast Gliwice 2 - 0 Jagiellonia

Böðvar Böðvarsson sat allan tímann á varamannabekk Jagiellonia sem tapaði á útivelli í efstu deild í Póllandi í dag. Jagiellonia situr í sjöunda sæti og lék Böðvar síðast keppnisleik með liðinu í febrúar. Hann hefur glímt við meiðsli en hefur undanfarna þrjá leiki verið á varamannabekknum.

Svíþjóð - Allsvenskan
Helsingborg 2 - 0 AIK

Helsingborg sigraði AIK í 7. umferð sænsku Allsvenskan í dag. Helsingborg er í botnsætinu en AIK í því tíunda. Kolbeinn Sigþórsson var annan leikinn í röð ekki í leikmannahópi AIK vegna meiðsla.
Athugasemdir
banner
banner
banner