Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 12. júlí 2020 17:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lengjudeildin: Grindavík tók stig í Eyjum - Níu Keflvíkingar með sigur
Lengjudeildin
Jón Ingason skoraði jöfnunarmark ÍBV.
Jón Ingason skoraði jöfnunarmark ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frans fékk sitt annað gula spjald eftir um hálftíma leik.
Frans fékk sitt annað gula spjald eftir um hálftíma leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fimmta umferð Lengjudeildar karla var að klárast með tveimur leikjum.

ÍBV tapaði sínum fyrstu stigum í deildinni þegar liðið fékk Grindavík í heimsókn til Vestmannaeyja. Stefán Ingi Sigurðarson, sem er í láni hjá Grindavík frá Breiðabliki, skoraði eina mark fyrri hálfleiks en Jón Ingason jafnaði metin um miðbik seinni hálfleiks fyrir ÍBV.

Lokatölur 1-1 í uppgjöri liðanna sem spáð var tveimur efstu sætum deildarinnar fyrir mót. ÍBV hafði unnið alla sína leiki fyrir leikinn í dag en liðið er áfram á toppnum með 13 stig. Grindavík er með átta stig í sjötta sætinu.

Keflavík skellti sér upp í þriðja sæti með frábærum sigri gegn Þór suður með sjó.

Adam Ægir Pálsson kom Keflavík yfir á níundu mínútu og tæpum 20 mínútum síðar skoraði Helgi Þór Jónsson annað mark leiksins fyrir Keflvíkinga. Svo dró til tíðinda stuttu síðar þegar Frans Elvarsson, miðjumaður Keflavíkur, var rekinn af velli með sitt annað gula spjald.

Staðan var 2-0 í hálfleik, en Þórsarar minnkuðu muninn úr vítaspyrnu í byrjun seinni hálfleiks. Alvaro Montejo skoraði úr spyrnunni. Keflvíkingar náðu einum færri að halda vel, en á 82. mínútu misstu þeir sinn annan mann af velli með rautt spjald. Í þetta sinn fékk Kian Williams rauða spjaldið.

Þrátt fyrir að vera aðeins með níu leikmenn inn á vellinum síðustu tíu mínúturnar náðu Keflvíkingar að halda út og landa sigrinum. Þórsarar naga sig eflaust vel í handabökin. „Frábær sigur Keflvíkinga á Þór staðreynd. Manni færri í klukkustund og 2 færri í 10 en sigla þessu heim," skrifaði Sverrir Örn Einarsson þegar hann lauk textalýsingu sinni.

Keflavík er í þriðja sæti með tíu stig, en Þórsarar eru í fimmta sæti með níu stig. Þeir hafa tapað tveimur síðustu leikjum sínum.

ÍBV 1 - 1 Grindavík
0-1 Stefán Ingi Sigurðarson ('27 )
1-1 Jón Ingason ('66 )
Lestu nánar um leikinn

Keflavík 2 - 1 Þór
1-0 Adam Ægir Pálsson ('9 )
2-0 Helgi Þór Jónsson ('28 )
2-1 Alvaro Montejo Calleja ('49 , víti)
Rautt spjald: ,Frans Elvarsson, Keflavík ('31)Kian Paul James Williams, Keflavík ('82)
Lestu nánar um leikinn

Önnur úrslit:
Aftur skoraði Afturelding mörg mörk á heimavelli
Varamaðurinn Viðar tryggði Vestra öll stigin
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner