Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 12. júlí 2020 14:06
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Lengjudeildin: Aftur skoraði Afturelding mörg mörk á heimavelli
Lengjudeildin
Varamaðurinn Alexander Aron skoraði fjórða mark Mosfellinga.
Varamaðurinn Alexander Aron skoraði fjórða mark Mosfellinga.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Afturelding 4 - 0 Leiknir F.
1-0 Jason Daði Svanþórsson ('31 )
2-0 Ísak Atli Kristjánsson ('54 )
3-0 Andri Freyr Jónasson ('65 )
4-0 Alexander Aron Davorsson ('83 )
Lestu nánar um leikinn.

Afturelding vann sinn annan leik í röð þegar liðið sigraði Leikni frá Fáskrúðsfirði á heimavelli í dag.

Aftuelding vann 7-0 sigur á Magna í síðustu umferð og 4-0 sigur í dag, markatalan samtals 11-0 í síðustu tveimur leikjum.

Það voru þeir Jason Daði Svanþórsson, Ísak Atli Kristjánsson, Andri Freyr Jónasson og varamaðurinn Alexander Aron Davorsson sem skoruðu mörkin fyrir heimamenn.

„Alvöru innkoma. Spyrnan beint í hægra hornið, geggjuð spyrna!" skrifaði Unnar Jóhannsson þegar hann lýsti aukaspyrnumarki Alexanders á 83. mínútu leiksins.

Nú klukkan 14:00 hófst viðureign Vestra og Þróttar R. og klukkan 16:00 hefjast lokaleikirnir tveir í 5. umferð Lengjudeildarinnar.

Afturelding er komin með sex stig í deildinni, jafnmörg stig og gestirnir voru með fyrir leikinn í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner