Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Við þurfum að taka gamla góða einn leik í einu núna
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   mán 12. júlí 2021 13:35
Hafþór Bjarki Guðmundsson
Nik: Á öðrum degi hefðum við skorað fimm
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Alltaf gott að fá 3 stig, að halda hreinu var mjög mikilvægt fyrir okkur líka. Mér fannst við alltaf með stjórn á leiknum en ég held að Tindastóll lögðu leikinn upp þannig að leyfa okkur að vera með boltann. Í fyrri hálfleik fengu þær nokkur færi frá okkur að missa boltann að óþörfu en þegar við fáum seinna markið okkar snemma í síðari hálfleik áttu þær fá en nokkur moment. Allt í allt er ég glaður." sagði Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar eftir 2-0 heimasigur á Tindastól í Pepsi-Max deild kvenna í gær.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 2 -  0 Tindastóll

„Mér fannst úrslitin sanngjörn. Við áttum mikið betri færi, auðvitað varði Íris nokkrum sinnum vel og þær skutu í slá en við stjórnuðum leiknum. Við áttum örugglega að setja fleiri bolta í hættusvæði og á öðrum degi hefðum við getað skorað 3, 4, 5."

Fremsta lína Þróttar var frábær á deginum og sköpuðu helling af færum, þar fremst í flokki var Linda Líf Boama sem skapaði helling af færum í leiknum með Andreu Rut Bjarnadóttur og Ólöfu Sigríði Kristinsdóttur og átti meðal annars stoðsendinguna á Ólöfu í öðru marki Þróttar.

„Þær eru frábærar því þær bjóða allar upp á mismunandi hluti. Þær eru allar fljótar og mjög öruggar á boltanum. Linda var góð í dag, hún gerði vel í dag að teygja. Hún verður stundum smá pirruð ef hún fær ekki nóg af færum en með því að búa til seinna markið og hreyfingin hennar að skapa svæði fyrir aðra og það er alveg eins mikilvægt."

Næsti leikur Þróttar er undanúrslit í Mjólkurbikarnum gegn FH. Nik var spurður hvernig honum líður fyrir þann leik.

„Við þurftum að klára þennan leik fyrst og við náðum í 3 stig. Við þurftum að einbeita okkur að þessum leik. Síðan er það England, það er næsti mikilvægi leikur fyrir mig en svo fer öll einbeiting á föstudaginn. Eins og þú segir þetta er stærsti leikur í sögu félagsins í kvennaflokki og þetta verður erfitt. FH er mjög gott lið, byggir yfir mikilli orku og krafti þannig að þetta verður alls ekki auðvelt."

Viðtalið í heild sinni má finna í sjónvarpinu hér að ofan
Athugasemdir
banner