Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   mán 12. júlí 2021 13:35
Hafþór Bjarki Guðmundsson
Nik: Á öðrum degi hefðum við skorað fimm
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Alltaf gott að fá 3 stig, að halda hreinu var mjög mikilvægt fyrir okkur líka. Mér fannst við alltaf með stjórn á leiknum en ég held að Tindastóll lögðu leikinn upp þannig að leyfa okkur að vera með boltann. Í fyrri hálfleik fengu þær nokkur færi frá okkur að missa boltann að óþörfu en þegar við fáum seinna markið okkar snemma í síðari hálfleik áttu þær fá en nokkur moment. Allt í allt er ég glaður." sagði Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar eftir 2-0 heimasigur á Tindastól í Pepsi-Max deild kvenna í gær.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 2 -  0 Tindastóll

„Mér fannst úrslitin sanngjörn. Við áttum mikið betri færi, auðvitað varði Íris nokkrum sinnum vel og þær skutu í slá en við stjórnuðum leiknum. Við áttum örugglega að setja fleiri bolta í hættusvæði og á öðrum degi hefðum við getað skorað 3, 4, 5."

Fremsta lína Þróttar var frábær á deginum og sköpuðu helling af færum, þar fremst í flokki var Linda Líf Boama sem skapaði helling af færum í leiknum með Andreu Rut Bjarnadóttur og Ólöfu Sigríði Kristinsdóttur og átti meðal annars stoðsendinguna á Ólöfu í öðru marki Þróttar.

„Þær eru frábærar því þær bjóða allar upp á mismunandi hluti. Þær eru allar fljótar og mjög öruggar á boltanum. Linda var góð í dag, hún gerði vel í dag að teygja. Hún verður stundum smá pirruð ef hún fær ekki nóg af færum en með því að búa til seinna markið og hreyfingin hennar að skapa svæði fyrir aðra og það er alveg eins mikilvægt."

Næsti leikur Þróttar er undanúrslit í Mjólkurbikarnum gegn FH. Nik var spurður hvernig honum líður fyrir þann leik.

„Við þurftum að klára þennan leik fyrst og við náðum í 3 stig. Við þurftum að einbeita okkur að þessum leik. Síðan er það England, það er næsti mikilvægi leikur fyrir mig en svo fer öll einbeiting á föstudaginn. Eins og þú segir þetta er stærsti leikur í sögu félagsins í kvennaflokki og þetta verður erfitt. FH er mjög gott lið, byggir yfir mikilli orku og krafti þannig að þetta verður alls ekki auðvelt."

Viðtalið í heild sinni má finna í sjónvarpinu hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner