Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
banner
   mán 12. júlí 2021 13:35
Hafþór Bjarki Guðmundsson
Nik: Á öðrum degi hefðum við skorað fimm
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Alltaf gott að fá 3 stig, að halda hreinu var mjög mikilvægt fyrir okkur líka. Mér fannst við alltaf með stjórn á leiknum en ég held að Tindastóll lögðu leikinn upp þannig að leyfa okkur að vera með boltann. Í fyrri hálfleik fengu þær nokkur færi frá okkur að missa boltann að óþörfu en þegar við fáum seinna markið okkar snemma í síðari hálfleik áttu þær fá en nokkur moment. Allt í allt er ég glaður." sagði Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar eftir 2-0 heimasigur á Tindastól í Pepsi-Max deild kvenna í gær.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 2 -  0 Tindastóll

„Mér fannst úrslitin sanngjörn. Við áttum mikið betri færi, auðvitað varði Íris nokkrum sinnum vel og þær skutu í slá en við stjórnuðum leiknum. Við áttum örugglega að setja fleiri bolta í hættusvæði og á öðrum degi hefðum við getað skorað 3, 4, 5."

Fremsta lína Þróttar var frábær á deginum og sköpuðu helling af færum, þar fremst í flokki var Linda Líf Boama sem skapaði helling af færum í leiknum með Andreu Rut Bjarnadóttur og Ólöfu Sigríði Kristinsdóttur og átti meðal annars stoðsendinguna á Ólöfu í öðru marki Þróttar.

„Þær eru frábærar því þær bjóða allar upp á mismunandi hluti. Þær eru allar fljótar og mjög öruggar á boltanum. Linda var góð í dag, hún gerði vel í dag að teygja. Hún verður stundum smá pirruð ef hún fær ekki nóg af færum en með því að búa til seinna markið og hreyfingin hennar að skapa svæði fyrir aðra og það er alveg eins mikilvægt."

Næsti leikur Þróttar er undanúrslit í Mjólkurbikarnum gegn FH. Nik var spurður hvernig honum líður fyrir þann leik.

„Við þurftum að klára þennan leik fyrst og við náðum í 3 stig. Við þurftum að einbeita okkur að þessum leik. Síðan er það England, það er næsti mikilvægi leikur fyrir mig en svo fer öll einbeiting á föstudaginn. Eins og þú segir þetta er stærsti leikur í sögu félagsins í kvennaflokki og þetta verður erfitt. FH er mjög gott lið, byggir yfir mikilli orku og krafti þannig að þetta verður alls ekki auðvelt."

Viðtalið í heild sinni má finna í sjónvarpinu hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner
banner