Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   mán 12. júlí 2021 13:35
Hafþór Bjarki Guðmundsson
Nik: Á öðrum degi hefðum við skorað fimm
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Alltaf gott að fá 3 stig, að halda hreinu var mjög mikilvægt fyrir okkur líka. Mér fannst við alltaf með stjórn á leiknum en ég held að Tindastóll lögðu leikinn upp þannig að leyfa okkur að vera með boltann. Í fyrri hálfleik fengu þær nokkur færi frá okkur að missa boltann að óþörfu en þegar við fáum seinna markið okkar snemma í síðari hálfleik áttu þær fá en nokkur moment. Allt í allt er ég glaður." sagði Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar eftir 2-0 heimasigur á Tindastól í Pepsi-Max deild kvenna í gær.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 2 -  0 Tindastóll

„Mér fannst úrslitin sanngjörn. Við áttum mikið betri færi, auðvitað varði Íris nokkrum sinnum vel og þær skutu í slá en við stjórnuðum leiknum. Við áttum örugglega að setja fleiri bolta í hættusvæði og á öðrum degi hefðum við getað skorað 3, 4, 5."

Fremsta lína Þróttar var frábær á deginum og sköpuðu helling af færum, þar fremst í flokki var Linda Líf Boama sem skapaði helling af færum í leiknum með Andreu Rut Bjarnadóttur og Ólöfu Sigríði Kristinsdóttur og átti meðal annars stoðsendinguna á Ólöfu í öðru marki Þróttar.

„Þær eru frábærar því þær bjóða allar upp á mismunandi hluti. Þær eru allar fljótar og mjög öruggar á boltanum. Linda var góð í dag, hún gerði vel í dag að teygja. Hún verður stundum smá pirruð ef hún fær ekki nóg af færum en með því að búa til seinna markið og hreyfingin hennar að skapa svæði fyrir aðra og það er alveg eins mikilvægt."

Næsti leikur Þróttar er undanúrslit í Mjólkurbikarnum gegn FH. Nik var spurður hvernig honum líður fyrir þann leik.

„Við þurftum að klára þennan leik fyrst og við náðum í 3 stig. Við þurftum að einbeita okkur að þessum leik. Síðan er það England, það er næsti mikilvægi leikur fyrir mig en svo fer öll einbeiting á föstudaginn. Eins og þú segir þetta er stærsti leikur í sögu félagsins í kvennaflokki og þetta verður erfitt. FH er mjög gott lið, byggir yfir mikilli orku og krafti þannig að þetta verður alls ekki auðvelt."

Viðtalið í heild sinni má finna í sjónvarpinu hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner