Liverpool undirbýr tilboð í Williams - Man Utd setur verðmiða á Bruno sem er orðaður við Bayern - Vlahovic orðaður við Barca
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   mán 12. júlí 2021 13:35
Hafþór Bjarki Guðmundsson
Nik: Á öðrum degi hefðum við skorað fimm
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Alltaf gott að fá 3 stig, að halda hreinu var mjög mikilvægt fyrir okkur líka. Mér fannst við alltaf með stjórn á leiknum en ég held að Tindastóll lögðu leikinn upp þannig að leyfa okkur að vera með boltann. Í fyrri hálfleik fengu þær nokkur færi frá okkur að missa boltann að óþörfu en þegar við fáum seinna markið okkar snemma í síðari hálfleik áttu þær fá en nokkur moment. Allt í allt er ég glaður." sagði Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar eftir 2-0 heimasigur á Tindastól í Pepsi-Max deild kvenna í gær.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 2 -  0 Tindastóll

„Mér fannst úrslitin sanngjörn. Við áttum mikið betri færi, auðvitað varði Íris nokkrum sinnum vel og þær skutu í slá en við stjórnuðum leiknum. Við áttum örugglega að setja fleiri bolta í hættusvæði og á öðrum degi hefðum við getað skorað 3, 4, 5."

Fremsta lína Þróttar var frábær á deginum og sköpuðu helling af færum, þar fremst í flokki var Linda Líf Boama sem skapaði helling af færum í leiknum með Andreu Rut Bjarnadóttur og Ólöfu Sigríði Kristinsdóttur og átti meðal annars stoðsendinguna á Ólöfu í öðru marki Þróttar.

„Þær eru frábærar því þær bjóða allar upp á mismunandi hluti. Þær eru allar fljótar og mjög öruggar á boltanum. Linda var góð í dag, hún gerði vel í dag að teygja. Hún verður stundum smá pirruð ef hún fær ekki nóg af færum en með því að búa til seinna markið og hreyfingin hennar að skapa svæði fyrir aðra og það er alveg eins mikilvægt."

Næsti leikur Þróttar er undanúrslit í Mjólkurbikarnum gegn FH. Nik var spurður hvernig honum líður fyrir þann leik.

„Við þurftum að klára þennan leik fyrst og við náðum í 3 stig. Við þurftum að einbeita okkur að þessum leik. Síðan er það England, það er næsti mikilvægi leikur fyrir mig en svo fer öll einbeiting á föstudaginn. Eins og þú segir þetta er stærsti leikur í sögu félagsins í kvennaflokki og þetta verður erfitt. FH er mjög gott lið, byggir yfir mikilli orku og krafti þannig að þetta verður alls ekki auðvelt."

Viðtalið í heild sinni má finna í sjónvarpinu hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner
banner