
Sif Atladóttir hægri bakvörður íslenska landsliðsins brá sér í nýtt hlutverk á æfingu Íslands í Crewe í gær þegar hún tók upp myndavél KSÍ og myndaði æfinguna.
Þeir leikmenn sem byrjuðu leikinn gegn Belgíu í fyrrakvöld fengu frí á æfingunni og Sif nýtti sér það tækifæri til að taka myndir og hafði greinilega gaman af.
Fleiri myndir af henni að munda myndavélina má sjá hér að neðan.
Annar leikur Íslands á mótinu verður gegn Ítalíu á fimmtudaginn klukkan 16:00.
Athugasemdir