„MJög góður leikur í erfiðum aðstæðum, eftir að við skorum í upphafi seinni hálfleiks var þetta enginn spurning. Segir Árni Freyr Guðnason, þjálfari ÍR, eftir 3-0 sigur á Grindavík í kvöld.
Lestu um leikinn: ÍR 3 - 0 Grindavík
ÍR var betra liðið í fyrra hálfleik og fékk góð færi en inn vildi boltinn ekki, markið kom þó snemma í seinni hálfleik.
„Fengum nokkur færi í fyrri hálfleik en trúin var til staðar, vindurinn var með okkur í seinni og okkar spyrnumenn eru öflugir."
„Ég held að það hafi spilað inn í að þeir eru lúnir eftir leikjatörn, ef við erum aggresívir og gerum þetta saman þá erum við góðir."
ÍR er á frábæru skriði og er nú með 13 stig í seinustu 5 leikjum í deildinni, er það vonum framar?
„Við getum sagt að þetta sé vonum framar. Við reiknuðum ekki með svona hrinu fyrir mót en miðað hvernig þetta er að spilast finnst mér við ekkert verri en önnur lið í deildinni."
„Markmið okkar var að halda okkur í deildinni. Við erum ekki búnir að ná því en við þurfum að byrja því og svo kemur hitt í ljós.
Félagsskiptaglugginn verður búinn að opna fyrir næsta leik hjá ÍR.
„Það er alltaf eitthvað að frétta. Það kemur í ljós ef það verður staðfest. Ég vona að við náum einhverju núna um helgina sem yrði þá klárt í næstu viku"
Athugasemdir