Xavi Simons, Baleba, Höjlund, Akliouche, Kevin, Dibling, Garnacho og fleiri góðir í slúðri dagsins
Alli Jói: Skilst að við hefðum átt að falla, enda í neðsta sæti og ekki vinna leik
Siggi Höskulds: Fannst við stúta þeim í 80 mínútur
Halli Hróðmars: Það var ákveðið andleysi
Haraldur Freyr: Sigurinn hefði getað endað stærri
Matti Guðmunds: Jordyn Rhodes komin í toppform og með sjálfstraust
Úlfa Dís: Prófa alltaf að skjóta þegar ég er með pláss
Jóhann Birnir: Þýðir ekkert fyrir okkur að horfa á töfluna
Venni: Við erum ekki það litlir að við þorum ekki að horfa á toppinn
Jordyn Rhodes: Fyrsta þrennan á ferlinum
Kom af bekknum og varð hetja Þróttara - „Erfitt fyrir Venna að velja"
Gunnar Heiðar: Við erum bara að fókusa á það sem við erum að gera
„Finnst í þessum undanförnum leikjum það vera auðveldara fyrir andstæðinginn að skora heldur en okkur"
Kalli um mark Úlfu Dísar: Eitthvað sturlað og ekki í fyrsta sinn sem ég sé þetta
Bjarni Jó: Meiri stíll yfir okkur
Hemmi Hreiðars: Rándýr dómaramistök
Jón Daði: Dreymdi um þessa byrjun
Gústi Gylfa: Sást í augum leikmanna að menn vildu vinna
Óli Íshólm: Get ekki verið að tittlingast með þeim en get þetta
Arnar Grétars: Eins og að lifa Groundhog day aftur og aftur
Höskuldur: Adrenalínið drekkir þeirri þreytu
   fös 12. júlí 2024 21:48
Kjartan Leifur Sigurðsson
Árni Guðna: Erum ekkert verri en önnur lið í deildinni
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„MJög góður leikur í erfiðum aðstæðum, eftir að við skorum í upphafi seinni hálfleiks var þetta enginn spurning. Segir Árni Freyr Guðnason, þjálfari ÍR, eftir 3-0 sigur á Grindavík í kvöld.

Lestu um leikinn: ÍR 3 -  0 Grindavík

ÍR var betra liðið í fyrra hálfleik og fékk góð færi en inn vildi boltinn ekki, markið kom þó snemma í seinni hálfleik.

„Fengum nokkur færi í fyrri hálfleik en trúin var til staðar, vindurinn var með okkur í seinni og okkar spyrnumenn eru öflugir."

„Ég held að það hafi spilað inn í að þeir eru lúnir eftir leikjatörn, ef við erum aggresívir og gerum þetta saman þá erum við góðir."

ÍR er á frábæru skriði og er nú með 13 stig í seinustu 5 leikjum í deildinni, er það vonum framar?

„Við getum sagt að þetta sé vonum framar. Við reiknuðum ekki með svona hrinu fyrir mót en miðað hvernig þetta er að spilast finnst mér við ekkert verri en önnur lið í deildinni."

„Markmið okkar var að halda okkur í deildinni. Við erum ekki búnir að ná því en við þurfum að byrja því og svo kemur hitt í ljós.

Félagsskiptaglugginn verður búinn að opna fyrir næsta leik hjá ÍR.

„Það er alltaf eitthvað að frétta. Það kemur í ljós ef það verður staðfest. Ég vona að við náum einhverju núna um helgina sem yrði þá klárt í næstu viku"
Athugasemdir
banner