Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
Fred stoðsendingahæstur: Myndi vilja hafa Rúnar með mér á miðjunni
Benoný kominn með gullskóinn: Var ákveðinn í að slá þetta met
Viktor flytur á Akranes og framlengir út 2027
„Ég fer að grenja að tala um það"
Dóri Árna: Ekki verið nálægt því að tapa síðan einhvern tímann í júní
Höskuldur: Þetta er epísk sögulína
Andri Rafn: Maður er náttúrulega bara í einhverjum graut eftir þetta
„Fannst við eiga að vinna stærra"
Aron Bjarna: Ennþá að meðtaka þetta
Sölvi Geir: Því miður féll þetta bara ekki með okkur
Damir: Við pökkuðum þeim bara saman
Davíð Ingvars: Það verður partý fram á nótt
„Tveir úrslitaleikir og núll titlar er ekki nógu gott"
Arnór Gauti svaraði Eyþóri Wöhler: Stórt shout á saununa í Lágó
Kiddi Steindórs: Stundum þarf vondi kallinn að sigra
Ísak Snær: Tvö tímabil tveir titlar, ekki slæm tölfræði."
Daníel Laxdal heiðraður sem goðsögn Stjörnunnar: Kom bara eitt lið til greina
Leifur niðurbrotinn eftir skell og fall: Mér líður hræðilega
Hilmar Árni heiðraður eftir síðasta leikinn: Þetta var tilfinningaríkt
Þórarinn Ingi: Ég ætla ekki að gefa út strax að maður sé hættur
   fös 12. júlí 2024 21:48
Kjartan Leifur Sigurðsson
Árni Guðna: Erum ekkert verri en önnur lið í deildinni
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„MJög góður leikur í erfiðum aðstæðum, eftir að við skorum í upphafi seinni hálfleiks var þetta enginn spurning. Segir Árni Freyr Guðnason, þjálfari ÍR, eftir 3-0 sigur á Grindavík í kvöld.

Lestu um leikinn: ÍR 3 -  0 Grindavík

ÍR var betra liðið í fyrra hálfleik og fékk góð færi en inn vildi boltinn ekki, markið kom þó snemma í seinni hálfleik.

„Fengum nokkur færi í fyrri hálfleik en trúin var til staðar, vindurinn var með okkur í seinni og okkar spyrnumenn eru öflugir."

„Ég held að það hafi spilað inn í að þeir eru lúnir eftir leikjatörn, ef við erum aggresívir og gerum þetta saman þá erum við góðir."

ÍR er á frábæru skriði og er nú með 13 stig í seinustu 5 leikjum í deildinni, er það vonum framar?

„Við getum sagt að þetta sé vonum framar. Við reiknuðum ekki með svona hrinu fyrir mót en miðað hvernig þetta er að spilast finnst mér við ekkert verri en önnur lið í deildinni."

„Markmið okkar var að halda okkur í deildinni. Við erum ekki búnir að ná því en við þurfum að byrja því og svo kemur hitt í ljós.

Félagsskiptaglugginn verður búinn að opna fyrir næsta leik hjá ÍR.

„Það er alltaf eitthvað að frétta. Það kemur í ljós ef það verður staðfest. Ég vona að við náum einhverju núna um helgina sem yrði þá klárt í næstu viku"
Athugasemdir
banner