Man Utd gæti gert tilboð í Berge - Arsenal hefur enn áhuga á Osimhen - Tottenham hefur áhuga á Solanke
‚Menn geta fylgst með honum í framtíðinni‘
Baldvin segir sinn mann hafa verðskuldað rauða spjaldið
Jakob blóðugur eftir viðskipti við Orra Sigurð: Frekar ósáttur með þetta
Túfa: Brotið á honum í tvígang og þarf að skoða staðsetninguna á Viðari
Már Ægisson: Alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt
Haddi ánægður með stuðninginn - „Virkilega góður dagur fyrir KA"
Rúnar Kristins: Það lögðu allir sitt á vogarskálarnar
Viðar Örn: Get ekki beðið eftir því að skora í næsta leik
Jökull: Skiptir mig meira máli en einhverjar fyrirsagnir
Dominic: Erfitt að hafa svona stutt á milli leikja
Rúnar Páll: Ódýrt víti, gefins víti réttara sagt
Höskuldur: Ísak er sterkur strákur
Halldór Árna: Ég var ekkert sáttur við það heldur
Sveinn Gísli: Gaman að fá loksins að spila eitthvað
Heimir Guðjóns: Of margir í mínu liði sem vildu ekki fá boltann
Arnar Gunnlaugs: Sveinn Gísli, þú ert ekki að fara fet
Brynjar ósáttur: Þarf að kíkja í reglubókina
Selfyssingar með gott forskot fyrir versló - „Strákahelgi framundan"
Siggi Höskulds: Leiðtogi íslenskrar fótboltasögu
„Eini fyrirliðinn sem hefur tekið okkur á tvö stórmót"
   fös 12. júlí 2024 21:48
Kjartan Leifur Sigurðsson
Árni Guðna: Erum ekkert verri en önnur lið í deildinni
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„MJög góður leikur í erfiðum aðstæðum, eftir að við skorum í upphafi seinni hálfleiks var þetta enginn spurning. Segir Árni Freyr Guðnason, þjálfari ÍR, eftir 3-0 sigur á Grindavík í kvöld.

Lestu um leikinn: ÍR 3 -  0 Grindavík

ÍR var betra liðið í fyrra hálfleik og fékk góð færi en inn vildi boltinn ekki, markið kom þó snemma í seinni hálfleik.

„Fengum nokkur færi í fyrri hálfleik en trúin var til staðar, vindurinn var með okkur í seinni og okkar spyrnumenn eru öflugir."

„Ég held að það hafi spilað inn í að þeir eru lúnir eftir leikjatörn, ef við erum aggresívir og gerum þetta saman þá erum við góðir."

ÍR er á frábæru skriði og er nú með 13 stig í seinustu 5 leikjum í deildinni, er það vonum framar?

„Við getum sagt að þetta sé vonum framar. Við reiknuðum ekki með svona hrinu fyrir mót en miðað hvernig þetta er að spilast finnst mér við ekkert verri en önnur lið í deildinni."

„Markmið okkar var að halda okkur í deildinni. Við erum ekki búnir að ná því en við þurfum að byrja því og svo kemur hitt í ljós.

Félagsskiptaglugginn verður búinn að opna fyrir næsta leik hjá ÍR.

„Það er alltaf eitthvað að frétta. Það kemur í ljós ef það verður staðfest. Ég vona að við náum einhverju núna um helgina sem yrði þá klárt í næstu viku"
Athugasemdir
banner
banner