Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 12. ágúst 2020 15:30
Magnús Már Einarsson
Engin brunaútsala hjá Bournemouth
Jason Tindall nýráðinn stjóri Bournemouth.
Jason Tindall nýráðinn stjóri Bournemouth.
Mynd: Getty Images
Jason Tindall, nýráðinn stjóri Bournemouth, segir að félagið ætli beint aftur upp í ensku úrvalsdeildina og það verði ekki margir leikmenn seldir í sumar.

Nathan Ake er farinn til Manchester City á 41 milljón punda og Sheffield United er að reyna að kaupa markvörðinn Aaron Ramsdale.

Framherjarnir Callum Wilson og Joshua King eiga eitt ár eftir af samningi og gætu farið í sumar.

Tindall, sem tók við af Eddie Howe á dögunum, er hins vegar staðráðinn í að missa sem fæsta leikmenn.

„Ef félagið hefði sagt: Það verður brunaútsala og þú missir átta eða níu leikmenn,' þá myndi ég ekki sitja í þessu sæti núna," sagði Tindall í viðtali við The Guardian.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner