fös 12. ágúst 2022 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ísland um helgina - Undanúrslit og stórleikir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Það eru hvorki meira né minna en 38 leikir á dagskrá um helgina í íslenska boltanum og því nóg af skemmtun fyrir alla áhugamenn um íslenskan fótbolta.


Veislan byrjar strax í kvöld þar sem aragrúi af leikjum fer fram í neðri deildunum, þar af þrír í Lengjudeildunum, en stórleikur kvöldsins er fyrri undanúrslitaleikur Mjólkurbikars kvenna.

Þar eigast Stjarnan og Valur við í gríðarlega eftirvæntum leik þar sem Stjörnukonur hafa verið að spila glimrandi góðan fótbolta í sumar. Þær mæta þó gífurlega öflugum andstæðingum í formi ríkjandi Íslandsmeistara og núverandi toppliðs Bestu deildarinnar - Val.

Selfoss og Breiðablik eigast við í hinum undanúrslitaleiknum á morgun klukkan 14:00 á Selfossi og svo eru leikir á dagskrá í báðum Lengjudeildunum og neðri deildunum.

Helginni lýkur svo með látum þegar sautjánda umferð Íslandsmótsins fer af stað í karlaflokki þar sem ÍBV, KA og Valur eiga heimaleiki gegn FH, ÍA og Stjörnunni.

Föstudagur:
Mjólkurbikar kvenna
19:45 Stjarnan-Valur (Samsungvöllurinn)

Lengjudeild karla
19:15 KV-Fjölnir (KR-völlur)
19:15 Grótta-Afturelding (Vivaldivöllurinn)

Lengjudeild kvenna
18:00 FH-Augnablik (Kaplakrikavöllur)

2. deild karla
18:00 KF-Völsungur (Ólafsfjarðarvöllur)
19:30 Þróttur R.-Magni (AVIS völlurinn)

2. deild kvenna
18:00 Álftanes-KH (OnePlus völlurinn)
19:15 ÍR-ÍH (ÍR-völlur)
19:15 Hamar-Fram (Grýluvöllur)

3. deild karla
19:15 Kári-Elliði (Akraneshöllin)
19:15 ÍH-KFG (Skessan)
19:15 Víðir-KH (Nesfisk-völlurinn)

4. deild karla - A-riðill
20:00 Reynir H-Kría (Ólafsvíkurvöllur)
20:00 Árbær-Hvíti riddarinn (Würth völlurinn)
20:00 Skallagrímur-Ísbjörninn (Skallagrímsvöllur)

4. deild karla - B-riðill
20:00 KFK-RB (Fagrilundur - gervigras)

4. deild karla - E-riðill
19:00 Hamrarnir-Spyrnir (KA-völlur)

Laugardagur:
Mjólkurbikar kvenna
14:00 Selfoss-Breiðablik (JÁVERK-völlurinn)

Lengjudeild karla
14:00 Vestri-Fylkir (Olísvöllurinn)

Lengjudeild kvenna
14:00 Fylkir-Fjarðab/Höttur/Leiknir (Würth völlurinn)
17:00 Tindastóll-Víkingur R. (Sauðárkróksvöllur)

2. deild karla
14:00 Höttur/Huginn-Reynir S. (Vilhjálmsvöllur)
14:00 Njarðvík-KFA (Rafholtsvöllurinn)
16:00 ÍR-Víkingur Ó. (ÍR-völlur)

2. deild kvenna
15:00 Sindri-Einherji (Sindravellir)
16:00 Völsungur-ÍA (PCC völlurinn Húsavík)

3. deild karla
14:00 KFS-Kormákur/Hvöt (Týsvöllur)
18:00 Sindri-Dalvík/Reynir (Sindravellir)

4. deild karla - A-riðill
14:00 KFB-Hörður Í. (OnePlus völlurinn)

4. deild karla - B-riðill
14:00 Tindastóll-SR (Sauðárkróksvöllur)

4. deild karla - E-riðill
14:00 Einherji-Máni (Vopnafjarðarvöllur)
14:00 Boltaf. Norðfj.-Samherjar (Eskjuvöllur)

Sunnudagur:
Besta-deild karla
16:00 ÍBV-FH (Hásteinsvöllur)
16:00 KA-ÍA (Greifavöllurinn)
19:15 Valur-Stjarnan (Origo völlurinn)

Lengjudeild karla
18:00 Grindavík-Kórdrengir (Grindavíkurvöllur)
18:00 Þór-HK (SaltPay-völlurinn)

4. deild karla - B-riðill
19:00 Afríka-KÁ (OnePlus völlurinn)


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner