fim 12. september 2019 12:30
Fótbolti.net
Líklegt byrjunarlið FH í bikarúrslitaleiknum
Atli Guðnason.
Atli Guðnason.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH.
Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Beðið er eftir bikarúrslitaleiknum með mikilli eftirvæntingu en FH og Víkingur eigast við á Laugardalsvelli klukkan 17 á laugardag.

Fjórir leikmenn FH hafa verið að glíma við meiðsli í aðdraganda bikarúrslitaleiksins. Um er að ræða bakverðina Hjört Loga Valgarðsson og Cedric D'Ulivo sem og sóknarmennina Atla Guðnason og Morten Beck.

Þeir eru hinsvegar allir í líklegu byrjunarliði að mati Fótbolta.net.



Spurning er hvaða miðvarðapar Ólafur Kristjánsson mun nota í leiknum. Við veðjum á Guðmund Kristjánsson og Pétur Viðarsson sem voru saman í hjarta varnarinnar í sigrinum á Stjörnunni í síðasta leik en Guðmann Þórisson bankar einnig á dyrnar. Pétur gæti mögulega spilað hægri bakvörð ef Cedric verður ekki klár.

Jónatan Ingi Jónsson, sem átti frábæra innkomu í sigri gegn Armeníu með U21-landsliðinu, berst við Atla Guðnason um sæti í byrjunarliðinu. Við verðum á að Ólafur leiti í reynslu sigurvegarans Atla en Jónatan verði notað sem vopn af bekknum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner