Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
banner
   lau 12. september 2020 20:07
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gunni Guðmunds: Blendnar tilfinningar - Auðvitað viljum við víti
Lengjudeildin
Þjálfari Þróttara
Þjálfari Þróttara
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Blendnar tilfinningar. Við vorum komnir í 1-0 yfir og eigum að klára það og sigla sigrinum en svo í lokin hefðu þeir getað stolið sigrinum þannig að svona er þetta. Smá vonbrigði að taka ekki þrjú stig," sagði Gunnar Guðmundsson, þjálfari Þróttar, eftir jafntefli við Magna á Grenivík.

Lestu um leikinn: Magni 1 -  1 Þróttur R.

„Mér fannst bæði lið leggja sig 100% fram og við komumst oft í ákjósanlegar stöður en því miður vorum við ekki nógu klókir fyrir framan markið. Það tókst ekki að setja annað markið."

Þróttarar vildu fá vítaspyrnu í stöðunni 0-0. Sá Gunnar það atvik?

„Já. Boltinn fer í hendina en dómararnir meta það að það sé ekki hægt að dæma víti á þetta en auðvitað viljum við fá víti."

Menn voru mikið að renna á blautum velli, sérsaklega öðrum vallarhelmingnum. Lárus Björnsson var sá sem fréttaritari tók eftir hvað oftast í grasinu. Var Lárus illa skóaður?

„Nei. Við vissum á hvaða völl við færum að fara og það var sérstaklega talað um það að menn þyrftu að mæta vel skóaðir og þeir gerðu það strákarnir. Svæðið í horninu þar sem hann var að detta hvað mest það var blautt og meira að segja áltakkarnir gripu ekki einu sinni í það svæði."

Gunnar var einnig spurður út í hvað hann tæki úr þessum leik fyrir seinni leikinn gegn Magna seinna á tímabilinu, meiðslastöðu Dion Acoff og Tyler Brown nýja leikmanninum sem kom frá Crystal Palace.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner