Man Utd með Stiller og Gallagher á blaði - Liverpool með augu á Semenyo - Newcastle vill fá Anderson aftur
Óli Valur um tímabilið: Maður lærir mest í mótlæti
Óli stoltur af frammistöðunni: Það er búið að ganga mikið á
Valgeir: Svekkjandi að hann hafi klúðrað á þessum tímapunkti
Karólína: Erfitt að skilja við liðið eftir EM
Glódís um sterka byrjun Bayern - „Á góðu róli en alltaf hægt að gera betur“
Steini býst við agressívum andstæðingum: Mætum til að spila til sigurs
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
   lau 12. september 2020 20:07
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gunni Guðmunds: Blendnar tilfinningar - Auðvitað viljum við víti
Lengjudeildin
Þjálfari Þróttara
Þjálfari Þróttara
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Blendnar tilfinningar. Við vorum komnir í 1-0 yfir og eigum að klára það og sigla sigrinum en svo í lokin hefðu þeir getað stolið sigrinum þannig að svona er þetta. Smá vonbrigði að taka ekki þrjú stig," sagði Gunnar Guðmundsson, þjálfari Þróttar, eftir jafntefli við Magna á Grenivík.

Lestu um leikinn: Magni 1 -  1 Þróttur R.

„Mér fannst bæði lið leggja sig 100% fram og við komumst oft í ákjósanlegar stöður en því miður vorum við ekki nógu klókir fyrir framan markið. Það tókst ekki að setja annað markið."

Þróttarar vildu fá vítaspyrnu í stöðunni 0-0. Sá Gunnar það atvik?

„Já. Boltinn fer í hendina en dómararnir meta það að það sé ekki hægt að dæma víti á þetta en auðvitað viljum við fá víti."

Menn voru mikið að renna á blautum velli, sérsaklega öðrum vallarhelmingnum. Lárus Björnsson var sá sem fréttaritari tók eftir hvað oftast í grasinu. Var Lárus illa skóaður?

„Nei. Við vissum á hvaða völl við færum að fara og það var sérstaklega talað um það að menn þyrftu að mæta vel skóaðir og þeir gerðu það strákarnir. Svæðið í horninu þar sem hann var að detta hvað mest það var blautt og meira að segja áltakkarnir gripu ekki einu sinni í það svæði."

Gunnar var einnig spurður út í hvað hann tæki úr þessum leik fyrir seinni leikinn gegn Magna seinna á tímabilinu, meiðslastöðu Dion Acoff og Tyler Brown nýja leikmanninum sem kom frá Crystal Palace.
Athugasemdir