Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 12. september 2020 14:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ingibjörg í sterku varnarliði á toppnum - Frumraun Berglindar
Skellihlæjandi á toppnum.
Skellihlæjandi á toppnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ingibjörg Sigurðardóttir lék allan leikinn fyrir Vålerenga er liðið gerði markalaust jafntefli við Avaldsnes í norsku úrvalsdeildinni í dag.

Vålerenga er áfram á toppi deildarinnar með fjögurra stiga forskot á toppnum eins og er. Vålerenga er einnig það lið semhefur fengið á sig fæst mörk í deildinni; átta mörk í 13 leikjum.

Ingibjörg er á sínu fyrsta tímabili í Noregi en hún kom frá Djurgården í Svíþjóð fyrir þetta tímabili.

Berglind spilaði sinn fyrsta leik
Berglind Björg Þorvalsdóttir spilaði sinn fyrsta leik fyrir Le Havre í Frakklandi eftir félagskipti sín þangað frá Breiðabiki. Hún fékk ekki draumabyrjun því Le Havre tapaði 1-3 gegn Fleury 91. Le Havre er með þrjú stig eftir tvo leiki.

Bæði Berglind og Ingibjörg eru í landsliðshópnum sem mætir Lettlandi og Svíþjóð í þessum mánuði.
Athugasemdir
banner
banner
banner