Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 12. september 2020 09:35
Elvar Geir Magnússon
Líkleg byrjunarlið West Ham og Newcastle
Mætast í kvöld klukkan 19:00
Mynd: Guardian
Síðasti leikur dagsins í ensku úrvalsdeildinni verður viðureign West Ham og Newcastle sem Stuart Attwell flautar á klukkan 19:00 á London leikvangnum.

Á meðfylgjandi mynd má sjá líkleg byrjunarlið að mati Guardian.

West Ham er þegar undir pressu þrátt fyrir að deildin sé ekki farin af stað. Stuðningsmenn liðsins eru reiðir yfir því að ekkert hefur verið gert á leikmannamarkaðnum þrátt fyrir að liðið hafi verið að berjast við falldrauginn á síðasta tímabili.

Grady Diangana fór til West Brom og sú sala bjó til pirring meðal West Ham stuðningsmanna. Félagið hefur verið að gera tilboð í James Tarkowski, varnarmann Burnley.

Það er áhugavert verkefni framundan hjá David Moyes gegn Steve Bruce sem sérfræðingar telja að hafi sýnt klókindi á leikmannamarkaðnum. Newcastle hefur fengið Ryan Fraser, Jamal Lewis og Callum Wilson í sínar raðir.

Tomas Soucek er í líklegu byrjunarliði West Ham en hann fór í stutta sjálfskipaða einangrun eftir landsleikjagluggann eftir að hafa umgengist starfsmann tékkneska landsliðsins sem greindist með Covid-veiruna. Soucek fór svo sjálfur í skimun en fékk neikvæða niðurstöðu.

Fabian Schar, Martin Dubravka, Dwight Gayle og Paul Dummett eru á meiðslalista Newcastle og Matt Ritchie er tæpur. Callum Wilson og Jamal Lewis eru báðir í líklegu byrjunarliði en Ryan Fraser þarf víst smá tíma til að komast í almennilegt stand.

- Newcastle hefur unnið níu útileiki gegn West Ham í ensku úrvalsdeildinni.

- Hamrarnir hafa skorað tvö mörk eða fleiri í hverjum af síðustu fimm úrvalsdeildarleikjum gegn Newcastle þrátt fyrir að hafa mistekist að vinna liðið á síðasta tímabili.

Laugardagur:
11:30 Fulham - Arsenal
14:00 Crystal Palace - Southampton
16:30 Liverpool - Leeds
19:00 West Ham - Newcastle
Athugasemdir
banner
banner