Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   lau 12. september 2020 06:00
Aksentije Milisic
Yaya Toure vill spila á Ítalíu
Mynd: Getty Images
Yaya Toure, fyrrverandi leikmaður Barcelona og Manchester City, hefur sagt að hann hafi engin áform um það að leggja skóna á hilluna. Honum langar að spila á Ítalíu.

Toure er 37 ára gamall og getur farið á frjálsri sölu en hann yfirgaf kínverska liðið Qingdao Huanghai í janúar.

Toure hefur verið orðaður við Spezia.

„Ég áttaði mig ekki á því hversu mikið ég sakna þess að spila fótbolta. Ég sakna orkunar, búningsklefann, liðsheildina og tilfinninguna sem þú færð þegar þú vinnur leik," sagði Toure.

„Ég er að taka námskeið til þess að verða þjálfari, en það er nægur tími fyrir það í framtíðinni. Ég mun sjá eftir því ef ég hætti að spila núna þegar ég er enn í góðu formi."
Athugasemdir
banner
banner