Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 12. september 2021 21:29
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: El Shaarawy hetjan í Róm
Stephan El Shaarawy fagnar marki sínu gegn Sassuolo
Stephan El Shaarawy fagnar marki sínu gegn Sassuolo
Mynd: EPA
Roma 2 - 1 Sassuolo
1-0 Bryan Cristante ('37 )
1-1 Filip Djuricic ('57 )
2-1 Stephan El Shaarawy ('90 )

Roma lagði Sassuolo að velli, 2-1, í Seríu A á Ítalíu í kvöld en ítalski faróinn, Stephan El Shaarawy, gerði sigurmarkið í lokin.

Ítalski miðjumaðurinn Bryan Cristante tók forystuna fyrir Roma á 37. mínútu. Lorenzo Pellegrini tók aukaspyrnu meðfram jörðinni inn í teig og þar var Cristante mættur til að skila boltanum í netið.

Filip Djuricic jafnaði metin á 57. mínútu leiksins. Þegar rúmlega 40 sekúndur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoruðu Rómverjar sigurmarkið.

Langur bolti kom úr vörninni inn í teiginn. Eldor Shomurodov lagði boltann fyrir El Shaarawy, sem lagði hann fyrir sig og setti hann í stöng og inn.

Lokatölur 2-1 fyrir Roma. Drengirnir hans Jose Mourinho búnir að vinna alla þrjá leikina í deildinni til þessa.
Athugasemdir
banner
banner