Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
banner
   sun 12. september 2021 21:39
Brynjar Ingi Erluson
Þýskaland: Fyrstu sigrar Gladbach og Herthu
Lars Stindl fagnar á viðeigandi hátt
Lars Stindl fagnar á viðeigandi hátt
Mynd: EPA
Suat Serdar skoraði tvívegis og hér fagnar hann fyrsta markinu
Suat Serdar skoraði tvívegis og hér fagnar hann fyrsta markinu
Mynd: EPA
Borussia Monchengladbach og Hertha Berlín náðu í fyrstu sigrana í deildinni í dag. Lars Stindl gerði tvö fyrir Gladbach á meðan Suat Serdar skoraði tvisvar í fyrri hálfleik fyrir Herthu.

Eintracht Frankfurt og Stuttgart gerðu 1-1 jafntefli. Bæði mörkin komu undir lok leiksins. Filip Kostic kom Frankfurt yfir á 79. mínútu áður en Omar Marmoush jafnaði tveimur mínútum fyrir leikslok.

Gladbach vann þá Arminia Bielefeld 3-1. Lars Stindl skoraði tvívegis fyrir heimamenn en það var Denis Zakaria sem gulltryggði sigurinn með marki á 72. mínútu.

Hertha Berlín, sem hafði tapað öllum þremur leikjum sínum fram að leiknum í kvöld, náði loks í sigur. Liðið vann Bochum 3-1. Suat Serder skoraði tvö mörk á síðustu tíu mínútum fyrri hálfleiks.

Simon Zoller minnkaði muninn fyrir Bochum en Hertha svaraði með marki frá Myziane Maolida á 78. mínútu. Lokatölur 3-1.

Úrslit og markaskorarar:

Eintracht Frankfurt 1 - 1 Stuttgart
1-0 Filip Kostic ('79 )
1-1 Omar Marmoush ('88 )
Rautt spjald: Waldemar Anton, Stuttgart ('82)

Borussia M. 3 - 1 Arminia Bielefeld
1-0 Lars Stindl ('35 )
1-1 Masaya Okugawa ('45 )
2-1 Lars Stindl ('69 )
3-1 Denis Zakaria ('72 )

Bochum 1 - 3 Hertha
0-1 Suat Serdar ('37 )
0-2 Suat Serdar ('43 )
1-2 Simon Zoller ('59 )
1-3 Myziane Maolida ('78 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner