Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   mán 12. september 2022 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Ég held að það séu ekki margir sem leika það eftir"
Steven Lennon.
Steven Lennon.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Steven Lennon varð í gær fyrsti erlendi leikmaðurinn til að rjúfa 100 marka múrinn í efstu deild karla.

Lennon kom til Íslands fyrir ellefu árum og spilaði þá fyrst með Fram en hann skoraði 13 mörk í efstu deild á þremur tímabilum sínum þar áður en hann fór í FH.

Skotinn hefur gert frábæra hluti á tíma sínum í Hafnarfirði en þrisvar sinnum hefur hann skorað tíu mörk eða meira í deildinni.

Hann hefur átt erfitt uppdráttar í sumar en skoraði þó í gær er FH vann 6-1 sigur gegn ÍA. Hann kom af bekknum og skoraði fimmta mark FH í leiknum.

„Hann er með rúmlega 200 leiki (201) og 100 mörk komin. Ég held að það séu ekki margir sem leika það eftir. Steven Lennon er búinn að vera frábær síðan við komum og ég fylgdist auðvitað með honum í mörg ár þar á undan. Þú getur alltaf treyst á hann. Ég er mjög ánægður fyrir hans hönd að ná þessu 100. mark. Það var frábært að það skyldi gerast í dag," sagði Sigurvin Ólafsson, aðstoðarþjálfari FH, eftir sigurinn á ÍA í gær.

Lennon deildi afrekinu á Instagram í gær og sagðist þar vonast til þess að mörkin yrðu enn fleiri.


Innkastið - Draumaumferð KA, glataðir Valsarar og Stjarnan í frjálsu falli
Athugasemdir
banner
banner
banner