Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   mán 12. september 2022 07:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Opið bréf frá Potter: Þrjú yndisleg ár
Mynd: EPA

Brighton birti opið bréf í gær sem Graham Potter fyrrum stjóri liðsins skrifaði. Potter fékk tilboð frá Chelsea um að taka við liðinu á dögunum eftir að Thomas Tuchel var látinn fara.


Brighton hefur náð frábærum árangri og spilað skemmtilegan bolta undir stjórn Potter svo hans er eðlilega sárt saknað í herbúðum félagsins.

Í bréfinu segir Potter að hann skilji það vel ef stuðningsmenn liðins eigi erfitt með að fyrirgefa honum að yfirgefa félagið.

„Þetta hafa verið þrjú yndisleg ár hjá félaginu sem hefur breytt l´fii mínu og ég vil nýta tækifærið til að kveðja ykkur öll sem hafið gert þennan hluta sérstakann á mínum ferli. Ég kveð frábært félag sem mun alltaf eiga stað í hjarta mínu og minni fjölskyldu," skrifar Potter.

„Ég mun kannski ekki sannfæra ykkur til að fyrirgefa brottförina en ég vil að minnsta kosti nýta tækifærið og þakka ykkur fyrir."


Athugasemdir
banner
banner
banner