banner
   mán 12. september 2022 17:03
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Óskar sneri aftur í Vesturbæinn - Fékk áritaða treyju, sængurverasett og blómvönd
Mynd: KR
KR-ingar tóku vel á móti Óskari Erni Haukssyni í gær þegar hann sneri til baka í Vesturbæinn. Óskar er í dag leikmaður Stjörnunnar en lék sextán tímabil í röð með KR áður en hann söðlaði um.

Sjá einnig:
Óskar Örn: Ég stefndi ekkert endilega á að breyta til (27. jan)

Fyrir leik liðanna í gær fékk Óskar afhenda áritaða KR treyju, KR sængurverasett og blömvönd.

Lestu um leikinn: KR 3 -  1 Stjarnan

Óskar varð þrisvar sinnum Íslandsmeistari með KR og fjórum sinnum bikarmeistari eins og sést á árituðu treyjunni. Þá bar hann á tímabili fyrirliðabandið hjá KR.

„Það eru al­veg alls kon­ar til­finn­ing­ar en ég reyndi að pæla ekki of mikið í því," sagði Óskar í viðtali við mbl.is eftir leik.

Óskar, sem er 38 ára, var í byrjunarliði Stjörnunnar í gær og spilaði fyrstu 74 mínútur leiksins. Hann hefur ekki verið í neitt sérstaklega stóru hlutverki hjá Stjörnunni í sumar.


Innkastið - Draumaumferð KA, glataðir Valsarar og Stjarnan í frjálsu falli
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner