Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   fim 12. september 2024 23:58
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Hilmar Jökull nýr formaður Tólfunnar
Ný stjórn Tólfunnar tekin til starfa
Ný stjórn Tólfunnar tekin til starfa
Mynd: Guðni Vilberg Björnsson - Tólfan

Hilmar Jökull Stefánsson var kjörinn nýr formaður Tólfunnar tímabilið 2024-2026 á fundi á Ölveri í kvöld. Hann tekur við af Sveini Ásgeirssyni.


Um 30 manns voru mættir á fundinn og aðalefnið var kosning stjórnar og varastjórnar.

Starfsemi Tólfunnar felst í því að styðja við bakið á karla og kvennalandslið Íslands í samstarfi við KSÍ og SLO (Tengliður stuðningsmannafélaga við KSÍ).

Stjórn kjörin sama tímabil 

Í aðalstjórn:
Hrefna Ingibjörg Jónsdóttir
Björgvin G. Björgvinsson
Sindri Þór Sigurðsson
Kristján R. Bjarnason

Í varastjórn:
Ásta Sóley Gísladóttir
Birkir Ólafsson


Athugasemdir
banner
banner