Liverpool hefur áhuga á frönskum miðverði sem hefur verið að gera það gott með á Spáni.
Spænski fjölmiðillinn Fichajes segir frá því að Liverpool sé að íhuga að gera tilboð í miðvörðinn Loic Bade.
Bade er 24 ára gamall og kom í gegnum akademíuna hjá Le Havre. Hann fór til Nottingham Forest sumarið 2022 á láni en kom ekki við sögu í einum einasta leik.
Sagt er að Richard Hughes, yfirmaður fótboltamála hjá Liverpool, hafi mikinn áhuga á leikmanninum. Hann gæti verið arftaki Virgil van Dijk sem er orðinn 33 ára og á bara eitt ár eftir af samningi sínum.
Bade gekk í raðir Sevilla í fyrra og hefur spilað 63 leiki fyrir félagið. Hann hefur heillað á Spáni og er með 60 milljón evra riftunarverð í samningi sínum.
Liverpool er ekki eina félagið sem hefur áhuga á honum því Bayern München og Paris Saint-Germain eru líka áhugasöm.
Athugasemdir