Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   fim 12. september 2024 12:30
Elvar Geir Magnússon
Víkingur án mikilvægra leikmanna á morgun
Karl Friðleifur Gunnarsson.
Karl Friðleifur Gunnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leikur KR og Víkings verður spilaður klukkan 17 á morgun, snemma þar sem ekki eru flóðljós við völlinn, en um er að ræða leik úr 20. umferð Bestu deildarinnar.

Honum var frestað til að skapa svigrúm fyrir Víking til að einbeita sér að því að komast í Sambandsdeildina.

Karl Friðleifur Gunnarsson varnarmaður Víkings hefur safnað fjórum áminningum og verður í banni í leiknum á morgun.

Aron Elís Þrándarson verður ekki heldur með Víkingum þar sem hann fékk rautt spjald eins og frægt er í sigrinum dramatíska gegn Val.

Karl Friðleifur og Aron Elís eru lykilmenn hjá Víkingi og voru báðir valdir í úrvalslið umferða 1-11 í Bestu deildinni.

Þá afplánar Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings síðasta leik sinn í þriggja leikja banni.
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 22 15 4 3 56 - 23 +33 49
2.    Breiðablik 22 15 4 3 53 - 28 +25 49
3.    Valur 22 11 5 6 53 - 33 +20 38
4.    ÍA 22 10 4 8 41 - 31 +10 34
5.    Stjarnan 22 10 4 8 40 - 35 +5 34
6.    FH 22 9 6 7 39 - 38 +1 33
7.    Fram 22 7 6 9 31 - 32 -1 27
8.    KA 22 7 6 9 32 - 38 -6 27
9.    KR 22 5 6 11 35 - 46 -11 21
10.    HK 22 6 2 14 26 - 56 -30 20
11.    Vestri 22 4 6 12 22 - 43 -21 18
12.    Fylkir 22 4 5 13 26 - 51 -25 17
Athugasemdir
banner