Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 12. október 2020 20:12
Victor Pálsson
Janmaat farinn frá Watford (Staðfest)
Mynd: Getty
Varnarmaðurinn Daryl Janmaat hefur yfirgefið lið Watford á Englandi en samningi hans við félagið var rift.

Janmaat hefur lengi verið hjá Watford en hann kom til félagsins frá Newcastle árið 2016 og spilaði síðar 85 leiki.

Janmaat þótti standa sig ágætlega á hans tíma hjá félaginu og komst í úrslit FA bikarsins árið 2019.

Síðasta tímabil var ekki frábært fyrir Watford sem féll úr efstu deild og leikur nú í Championship-deildinn.

Janmaat er 31 árs gamall hægri bakvörður en hann á að baki 34 landsleiki fyrir Holland.

Athugasemdir
banner
banner